Innlent

Ungmennin á batavegi

Ungmennin fimm sem slösuðust í bílslysi í Fagradal í Fjarðabyggð í gær eru öll á batavegi. Þrjár stúlkur voru í bílnum og tveir karlmenn. Stúlkurnar voru fluttar á sjúkrahúsið á Akureyri og verða væntanlega útskrifaðar í dag.

Mennirnir voru hins vegar fluttir til Reykjavíkur þar sem áverkar þeirra voru í fyrstu taldir vera alvarlegir. Þeir eru nú á batavegi samkvæmt upplýsingum frá lækni á vakt.


Tengdar fréttir

Ungmennin ekki í lífshættu

Fimm ungmenni voru flutt á sjúkrahús, þar af fjögur með sjúkraflugi, eftir að bifreið sem þau voru í fór útaf veginum í Fagradal í Fjarðarbyggð. Fólkið er ekki í lífshættu.

Fimm ungmenni slösuðust í bílslysi

Fimm ungmenni slösuðust eftir að bíll sem þau voru í fór út af veginum í Fagradal um klukkan hálf fjögur í morgun. Beita þurfti klippum til að ná fólki út úr bílnum og var tækjabíll slökkviliðs Fjarðarbyggðar sendur á staðinn ásamt sex sjúkrabílum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×