Fótbolti

Ronaldo hefur trú á Englendingum á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nordic Photos/AFP

Portúgalinn Cristiano Ronaldo gerir ráð fyrir því að Englendingar mæti sterkir til leiks á HM næsta sumar og muni bíta frá sér.

„Ég er á því að England sé með frábært lið og það stóð sig frábærlega í undankeppninni," sagði Ronaldo.

„Liðið er með góðan þjálfara og allt til þess að ná góðum árangri í Suður-Afríku," sagði Portúgalinn sem á von á skemmtilegu móti.

„England er ekki eina góða liðið. Spánn er með virkilega sterkt lið og sama má segja um Brasilíu. Portúgal á einnig möguleika að ég tel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×