Erlent

Óttast um þúsundir á Vestur-Súmötru

Annar öflugur Jarðskjálfti skók vesturhluta Indónesíu í nótt. Óttast er að þúsund manns hafi látist í skjálftunum seinasta sólarhringinn. Seinni skjálftinn sem reið yfir Vestur Súmötru mældist 6,8 á Richter kvarðanum en sá fyrri mældist 7,6 stig. Báðir skjálftarnir áttu upptök sín í talsverðri nálægð við höfuðborg eyjarinnar, Padang en þar búa um 900 þúsund manns.

Talið er að um 200 hafi látist í það minnsta í höfuðborginni og eru þúsundir manna fastir inni í byggingum sem hrundu að því er heimildir Sky fréttastofunnar herma. Þegar seinni skjálftinn reið yfir hrundu byggingar sem höfðu staðið af sér fyrri skjálftann þrátt fyrir að hafa laskast. Heilbrigðisráðherra Indónesíu segist óttast að þúsundir séu látnir. Hann segir að eyðileggingin í kjölfar skjálftanna sé meiri í skjálfta sem reið yfir á eynni Jövu árið 2006 en þá týndu þrjú þúsund manns lífi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×