Vilja Íslendingana í gæsluvarðhald vegna mansals Telma Tómasson skrifar 21. október 2009 12:28 Lögreglan á Suðurnesjum ætlar að óska eftir gæsluvarðhaldúrskurði yfir þremur íslenskum karlmönnum, sem handteknir voru í gær grunaðir um tengsl við skipulagðan glæpahring. Fimm Litháar eru einnig í haldi í tengslum við mansálsmál og verður óskað eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi þeirra. Brotastarfsemi Íslendinganna og Litháanna er talin tengjast. Umfangsmiklar aðgerðir lögreglunnar á Suðurnesjunum, í samvinnu við þrjú önnur lögregluembætti, í gær leiddi til handtöku 5 Íslendinga, þriggja karla og tveggja kvenna um fertugt. Gerð var húsleit á nokkrum stöðum, meðal annars á heimilum og í fyrirtækjum. Fjórir voru handteknir síðdegis og ein kona til viðbótar í gærkvöldi. Einnig var lagt hald á bókhaldsgögn, skjöl og annað til frekari rannsóknar. Annari konunni var sleppt eftir yfirheyrslur, hinni verður væntanlega sleppt í dag. Yfirheyrslur yfir fólkinu standa enn, en lögreglan hyggst óska eftir að þrír íslenskir karlmenn verði úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald. Upphaf málsins má rekja til komu ungrar litháískrar konu til landsins fyrir um tíu dögum. Hún lét ófriðlega í flugvélinni og var tekin í vörslu lögreglu við komuna. Grunsemdir um að neyða ætti konuna í vændi hér á landi vöknuðu og voru fimm Litháar handteknir í kjölfarið, grunaðir um að tengjast málinu og vera viðriðnir skipulagðan glæpahóp. Gæsluvarðhaldsúrskurðir yfir þeim öllum renna út í dag, óskað verður eftir framlengingu um viku. Mennirnir hafa allir neitað meintri mansalssök og bera við kunningsskap við stúlkuna. Mál Íslendinganna og Litháanna eru talin tengjast, en Íslendingarnir sem eru í haldi eru grunaðir um að vera viðriðnir brotastarfsemi af ýmsum toga, meðal annars þjófnaði, fjársvikum og mansali. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum ætlar að óska eftir gæsluvarðhaldúrskurði yfir þremur íslenskum karlmönnum, sem handteknir voru í gær grunaðir um tengsl við skipulagðan glæpahring. Fimm Litháar eru einnig í haldi í tengslum við mansálsmál og verður óskað eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi þeirra. Brotastarfsemi Íslendinganna og Litháanna er talin tengjast. Umfangsmiklar aðgerðir lögreglunnar á Suðurnesjunum, í samvinnu við þrjú önnur lögregluembætti, í gær leiddi til handtöku 5 Íslendinga, þriggja karla og tveggja kvenna um fertugt. Gerð var húsleit á nokkrum stöðum, meðal annars á heimilum og í fyrirtækjum. Fjórir voru handteknir síðdegis og ein kona til viðbótar í gærkvöldi. Einnig var lagt hald á bókhaldsgögn, skjöl og annað til frekari rannsóknar. Annari konunni var sleppt eftir yfirheyrslur, hinni verður væntanlega sleppt í dag. Yfirheyrslur yfir fólkinu standa enn, en lögreglan hyggst óska eftir að þrír íslenskir karlmenn verði úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald. Upphaf málsins má rekja til komu ungrar litháískrar konu til landsins fyrir um tíu dögum. Hún lét ófriðlega í flugvélinni og var tekin í vörslu lögreglu við komuna. Grunsemdir um að neyða ætti konuna í vændi hér á landi vöknuðu og voru fimm Litháar handteknir í kjölfarið, grunaðir um að tengjast málinu og vera viðriðnir skipulagðan glæpahóp. Gæsluvarðhaldsúrskurðir yfir þeim öllum renna út í dag, óskað verður eftir framlengingu um viku. Mennirnir hafa allir neitað meintri mansalssök og bera við kunningsskap við stúlkuna. Mál Íslendinganna og Litháanna eru talin tengjast, en Íslendingarnir sem eru í haldi eru grunaðir um að vera viðriðnir brotastarfsemi af ýmsum toga, meðal annars þjófnaði, fjársvikum og mansali.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira