Erlent

Björgunarpakki Obama samþykktur

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Bandaríkjaþing samþykkti í nótt frumvarp Baracks Obama, Bandaríkjarforseta, um tæplega 790 milljarða dollara björgunarpakka fyrir efnhagslífið þar vestra.

Frumvarpið felur meðal annars í sér aukin opinber útgjöld og skattalækkanir. Búist er við því að efnhagsaðgerðirnar skapi um 3,5 milljónir nýrra starfa í Bandaríkjunum.

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarpið með 246 atkvæðum gegn 183. Í öldungadeild var frumvarpið hins vegar samþykkt með 60 atkvæðum gegn 38.


Tengdar fréttir

Samþykktu 90 þúsund milljarða fjárveitingu

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag björgunarpakka fyrir efnahagslífið að upphæð 787 milljarða Bandaríkjadala, eða 90 þúsund milljarðar króna, sem Barack Obama lagði fram. Obama segir að þetta sé einungis upphafið af tilraunum hans til að ná tökum á efnahagslífinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×