Dýpkun Landeyjahafnar fyrsta glætan Kristján Már Unnarsson. skrifar 17. nóvember 2009 18:38 Ríkisstjórninni hefur enn ekki tekist að hleypa neinum nýjum framkvæmdum í gang í landinu eftir að hún tók við völdum. Fyrstu merki um að kyrrstaðan sé að rofna sjást nú með útboði á lokaáföngum Landeyjahafnar.Skýr mynd er farin að komast á ferjuhöfnina sem verða mun framtíðartenging Vestmannaeyja við fastalandið en starfsmenn Suðurverks eru að verða komnir með varnargarðana tvo í endanlega sjöhundruð metra lengd.Ríkisstjórnin hefur nú tilkynnt að síðari áfangar þessa liðlega þriggja milljarða verks séu að fara í útboð; dýpkun innsiglingarrennu og ferjulægis, og smíði ekjubrúar og þjónustuhúss en allt á þetta að verða tilbúið þann 1. júlí næsta sumar.Ýmsir hafa efast um að þarna væri unnt að gera höfn en Suðurverksmenn eru ekki í vafa um að garðarnir muni þola Atlantshafið. Helgi B. Gunnarsson, yfirverkstjóri Suðurverks, segir að garðarnir hafi á dögunum mátt þola vindhraða sem mældist 40 metrar á sekúndu í sjö klukkustundir á Stórhöfða og ekkert hafi séð á þeim. Og þótt hafaldan geti verið ógnvekjandi fyrir utan er stilltur sjór innan garðanna og stýrimaðurinn fyrrverandi er viss um að verkið lukkast. Hann segir að þetta verði flott höfn.Yfir eitthundrað manns unnu að hafnargerðinni þegar mest var en þeim hefur nú fækkað niður í 35. Óvíst er hvað þeir fá að gera þegar þessu verki lýkur. Helgi segir menn ekkert vita. Það sé bara núll framundan.Allt frá því í vor hefur ríkisstjórnin gefið til kynna að stutt væri í nýjar stórframkvæmdir eins og samgöngumiðstöð, breikkun Suðurlandsvegar, Vaðlaheiðargöng og Búðarhálsvirkjun. Fátt bendir til að nokkuð af þessu fari í gang í vetur. Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Ríkisstjórninni hefur enn ekki tekist að hleypa neinum nýjum framkvæmdum í gang í landinu eftir að hún tók við völdum. Fyrstu merki um að kyrrstaðan sé að rofna sjást nú með útboði á lokaáföngum Landeyjahafnar.Skýr mynd er farin að komast á ferjuhöfnina sem verða mun framtíðartenging Vestmannaeyja við fastalandið en starfsmenn Suðurverks eru að verða komnir með varnargarðana tvo í endanlega sjöhundruð metra lengd.Ríkisstjórnin hefur nú tilkynnt að síðari áfangar þessa liðlega þriggja milljarða verks séu að fara í útboð; dýpkun innsiglingarrennu og ferjulægis, og smíði ekjubrúar og þjónustuhúss en allt á þetta að verða tilbúið þann 1. júlí næsta sumar.Ýmsir hafa efast um að þarna væri unnt að gera höfn en Suðurverksmenn eru ekki í vafa um að garðarnir muni þola Atlantshafið. Helgi B. Gunnarsson, yfirverkstjóri Suðurverks, segir að garðarnir hafi á dögunum mátt þola vindhraða sem mældist 40 metrar á sekúndu í sjö klukkustundir á Stórhöfða og ekkert hafi séð á þeim. Og þótt hafaldan geti verið ógnvekjandi fyrir utan er stilltur sjór innan garðanna og stýrimaðurinn fyrrverandi er viss um að verkið lukkast. Hann segir að þetta verði flott höfn.Yfir eitthundrað manns unnu að hafnargerðinni þegar mest var en þeim hefur nú fækkað niður í 35. Óvíst er hvað þeir fá að gera þegar þessu verki lýkur. Helgi segir menn ekkert vita. Það sé bara núll framundan.Allt frá því í vor hefur ríkisstjórnin gefið til kynna að stutt væri í nýjar stórframkvæmdir eins og samgöngumiðstöð, breikkun Suðurlandsvegar, Vaðlaheiðargöng og Búðarhálsvirkjun. Fátt bendir til að nokkuð af þessu fari í gang í vetur.
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira