Vinna við úrbætur á Vesturlandsvegi í fullum gangi Breki Logason skrifar 11. júní 2009 15:12 Kristján Möller samgönguráðherra. Kristján L. Möller samgönguráðherra segir að úrbætur á Vesturlandsvegi séu í fullum gangi hjá Vegagerðinni. Vísir sagði frá áhyggjum íbúa á Kjalarnesi yfir umferðaröryggi á svæðinu í morgun. Í síðustu viku munaði litlu að tveir ungir piltar yrðu undir flutningabíl. Kristján segist hafa farið á íbúafund á svæðinu þann 1.apríl og daginn eftir hafi hann gengið í málið með Vegamálastjóra. Stefnt er á að setja undirgöng undir veginn og Kristján hefur óskað eftir því að það verði gert sem allra fyrst. „Ég var staddur á íbúafundi á Kjalarnesi fyrir tveimur dögum og þar hafa mál lítið þokast áfram því miður. Á þeim fundi upplýsti einn borgarfulltrúin sem mætti þar fyrir hönd þingmanns að núna fyrst væri Reykjavíkurborg að gefa út hvaða veglínu mætti fara. Það hefur ekki legið fyrir hvert við mættum fara með veginn," sagði Kristján á opnum fundi Samgöngunefdnar þann 3.apríl síðastliðinn. Kristján hafði samband við Vísi í kjölfar fréttar okkar í morgun en þar sagðist Marta Guðjónsdóttir formaður hverfaráðs hafa boðað Kristján á íbúafund sem haldinn verður annað kvöld en hann hafi ekki sagt ætla að mæta. „Ég fékk boð um að mæta á þennan fund þann áttunda júní. Annað kvöld verð ég hinsvegar staddur á Húsavík og það var löngu ákveðið. Ég er til í að mæta á fund hjá þeim hvenær sem er og ræða þessi mál, en ég bara kemst ekki annað kvöld," segir Kristján. Kristján tekur undir að mikilvægt sé að bæta umferðaröryggi á svæðinu en bendir á að málið hafi staðið upp á Reykjavíkurborg. „Sé þetta gert til framtíðar viljum við hafa þetta þar sem vegurinn mun liggja þegar hann verður breikkaður." Kristján segir að samráðshópur hafi verið skipaður um þessi mál þar sem fulltrúi frá Reykajvíkurborg eigi sæti. Fyrsti fundur hópsins hafi verið haldinn í morgun. „Það er því allt á fullri ferð og þetta verður gert." Málið er greinilega víða rætt því Borgarráð fjallaði um það á fundi sínum í morgun. Í frétt um málið á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að borgin taki undir áhyggjur íbúa á Kjalarnesi en á fundi borgarráðs í morgun var samþykkt bókun vegna umferðarmála. Þar var ítrekað mikilvægi þess að Vegagerð ríkisins hraði framkvæmdum við Vesturlandsveg til að auka umferðaröryggi á veginum. Kristján segist fagna því að borgarráð hafi rætt málið í morgun því það hafi ekki verið á hreinu hingað til hvert framtíðarskipulagi eigi að vera á svæðinu. Aðspurður hvenær farið verði í umræddar framkvæmdir segir Kristján: „Það er væntanlega ekki gott að fara í framkvæmdir á þessum stað svona um hásumar. Ég hef hinsvegar óskað eftir að það verði gert sem allra fyrst." Tengdar fréttir Taka undir með íbúum á Kjalarnesi Borgarráð tekur undir með íbúum á Kjalarnesi um að brýnt sé að fara í nauðsynlegar úrbætur á Vesturlandsvegi og mikilvægi þess að umferðaröryggismál verði betur tryggð fyrir akandi og gangandi vegfarendur við þessa fjölförnu umferðaræð. Þetta kemur fram í frétt á vef Reykjavíkurborgar. Vísir sagði frá áhyggjum íbúa á Kjalarnesi í morgun en litlu munaði að stórslys yrði á veginum þegar tveir ungr piltar urðu næstum undir flutningabíl þar í síðustu viku. 11. júní 2009 13:16 Krefjast úrbóta á Vesturlandsvegi Íbúasamtökin á Kjalarnesi ætla að grípa til aðgerða við Vesturlandsveg seinni partinn á morgun. Um táknræn mótmæli verður að ræða en íbúar eru orðnir langrþeyttir á aðgerðarleysi á Vesturlandsvegi. Tveir litlir drengir urðu næstum undir flutningabíl þar í síðustu viku og var það dropinn sem fyllti mælinn. Marta Guðjónsdóttir formaður hverfaráðs Kjalarness hefur boðað til íbúafundar annað kvöld og vill að samgöngunefnd Alþingis láti sjá sig. 11. júní 2009 12:06 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Kristján L. Möller samgönguráðherra segir að úrbætur á Vesturlandsvegi séu í fullum gangi hjá Vegagerðinni. Vísir sagði frá áhyggjum íbúa á Kjalarnesi yfir umferðaröryggi á svæðinu í morgun. Í síðustu viku munaði litlu að tveir ungir piltar yrðu undir flutningabíl. Kristján segist hafa farið á íbúafund á svæðinu þann 1.apríl og daginn eftir hafi hann gengið í málið með Vegamálastjóra. Stefnt er á að setja undirgöng undir veginn og Kristján hefur óskað eftir því að það verði gert sem allra fyrst. „Ég var staddur á íbúafundi á Kjalarnesi fyrir tveimur dögum og þar hafa mál lítið þokast áfram því miður. Á þeim fundi upplýsti einn borgarfulltrúin sem mætti þar fyrir hönd þingmanns að núna fyrst væri Reykjavíkurborg að gefa út hvaða veglínu mætti fara. Það hefur ekki legið fyrir hvert við mættum fara með veginn," sagði Kristján á opnum fundi Samgöngunefdnar þann 3.apríl síðastliðinn. Kristján hafði samband við Vísi í kjölfar fréttar okkar í morgun en þar sagðist Marta Guðjónsdóttir formaður hverfaráðs hafa boðað Kristján á íbúafund sem haldinn verður annað kvöld en hann hafi ekki sagt ætla að mæta. „Ég fékk boð um að mæta á þennan fund þann áttunda júní. Annað kvöld verð ég hinsvegar staddur á Húsavík og það var löngu ákveðið. Ég er til í að mæta á fund hjá þeim hvenær sem er og ræða þessi mál, en ég bara kemst ekki annað kvöld," segir Kristján. Kristján tekur undir að mikilvægt sé að bæta umferðaröryggi á svæðinu en bendir á að málið hafi staðið upp á Reykjavíkurborg. „Sé þetta gert til framtíðar viljum við hafa þetta þar sem vegurinn mun liggja þegar hann verður breikkaður." Kristján segir að samráðshópur hafi verið skipaður um þessi mál þar sem fulltrúi frá Reykajvíkurborg eigi sæti. Fyrsti fundur hópsins hafi verið haldinn í morgun. „Það er því allt á fullri ferð og þetta verður gert." Málið er greinilega víða rætt því Borgarráð fjallaði um það á fundi sínum í morgun. Í frétt um málið á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að borgin taki undir áhyggjur íbúa á Kjalarnesi en á fundi borgarráðs í morgun var samþykkt bókun vegna umferðarmála. Þar var ítrekað mikilvægi þess að Vegagerð ríkisins hraði framkvæmdum við Vesturlandsveg til að auka umferðaröryggi á veginum. Kristján segist fagna því að borgarráð hafi rætt málið í morgun því það hafi ekki verið á hreinu hingað til hvert framtíðarskipulagi eigi að vera á svæðinu. Aðspurður hvenær farið verði í umræddar framkvæmdir segir Kristján: „Það er væntanlega ekki gott að fara í framkvæmdir á þessum stað svona um hásumar. Ég hef hinsvegar óskað eftir að það verði gert sem allra fyrst."
Tengdar fréttir Taka undir með íbúum á Kjalarnesi Borgarráð tekur undir með íbúum á Kjalarnesi um að brýnt sé að fara í nauðsynlegar úrbætur á Vesturlandsvegi og mikilvægi þess að umferðaröryggismál verði betur tryggð fyrir akandi og gangandi vegfarendur við þessa fjölförnu umferðaræð. Þetta kemur fram í frétt á vef Reykjavíkurborgar. Vísir sagði frá áhyggjum íbúa á Kjalarnesi í morgun en litlu munaði að stórslys yrði á veginum þegar tveir ungr piltar urðu næstum undir flutningabíl þar í síðustu viku. 11. júní 2009 13:16 Krefjast úrbóta á Vesturlandsvegi Íbúasamtökin á Kjalarnesi ætla að grípa til aðgerða við Vesturlandsveg seinni partinn á morgun. Um táknræn mótmæli verður að ræða en íbúar eru orðnir langrþeyttir á aðgerðarleysi á Vesturlandsvegi. Tveir litlir drengir urðu næstum undir flutningabíl þar í síðustu viku og var það dropinn sem fyllti mælinn. Marta Guðjónsdóttir formaður hverfaráðs Kjalarness hefur boðað til íbúafundar annað kvöld og vill að samgöngunefnd Alþingis láti sjá sig. 11. júní 2009 12:06 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Taka undir með íbúum á Kjalarnesi Borgarráð tekur undir með íbúum á Kjalarnesi um að brýnt sé að fara í nauðsynlegar úrbætur á Vesturlandsvegi og mikilvægi þess að umferðaröryggismál verði betur tryggð fyrir akandi og gangandi vegfarendur við þessa fjölförnu umferðaræð. Þetta kemur fram í frétt á vef Reykjavíkurborgar. Vísir sagði frá áhyggjum íbúa á Kjalarnesi í morgun en litlu munaði að stórslys yrði á veginum þegar tveir ungr piltar urðu næstum undir flutningabíl þar í síðustu viku. 11. júní 2009 13:16
Krefjast úrbóta á Vesturlandsvegi Íbúasamtökin á Kjalarnesi ætla að grípa til aðgerða við Vesturlandsveg seinni partinn á morgun. Um táknræn mótmæli verður að ræða en íbúar eru orðnir langrþeyttir á aðgerðarleysi á Vesturlandsvegi. Tveir litlir drengir urðu næstum undir flutningabíl þar í síðustu viku og var það dropinn sem fyllti mælinn. Marta Guðjónsdóttir formaður hverfaráðs Kjalarness hefur boðað til íbúafundar annað kvöld og vill að samgöngunefnd Alþingis láti sjá sig. 11. júní 2009 12:06