Innlent

Voru í farbanni vegna svindls

Kortasvindlarar Mennirnir eru grunaðir um kortasvindl.
Kortasvindlarar Mennirnir eru grunaðir um kortasvindl.

Tveir fjögurra manna sem lögregla handtók í fyrradag, eftir að þeir höfðu stungið mann með hnífi á Spítalastíg, voru farbanni vegna meints greiðslukortasvindls þegar þeir voru handteknir.

Mennirnir fjórir réðust að þeim fimmta á Spítalastígnum um þrjúleytið aðfaranótt sunnudagsins og særðu hann. Þeir komust undan lögreglu en voru handsamaðir daginn eftir. Bæði árásarmennirnir og sá sem ráðist var á eru af erlendu bergi brotnir. Tveir þeirra hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til vikuloka.

Tveir árásarmannanna hafa sætt rannsókn lögreglu vegna greiðslukortasvindls. Þeir voru handteknir um miðjan september. Þá höfðu þeir gert innkaup og notað til þess greiðslukort erlendra korthafa. Kortin eru ófundin. Talið er að þeir hafi afritað rafrænar kortaupplýsingar á fölsuð kort, sem þeir hófu síðan að nota hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×