Von er á fjölda Vítisengla til Íslands í dag 7. mars 2009 08:00 Heiðurgesta beðið Nokkrir liðsmenn Fáfnis sátu löngum stundum í Leifsstöð í gær og sötruðu kaffi. Þeir ætluðu að veita Vítisenglunum móttöku en varð ekki að ósk sinni. Englunum var öllum snúið við á staðnum, enda meðlimir alþjóðlegra glæpasamtaka.Mynd / víkurfréttir Fjöldi liðsmanna vélhjólasamtakanna Vítisengla er væntanlegur til landsins í dag. Þeir ætla að freista þessa að komast inn í landið í gegnum strangt landamæraeftirlit og í gleðskap vélhjólaklúbbsins Fáfnis sem opnar nýtt klúbbhús í Hafnarfirði með pompi og prakt í dag. Tólf Vítisenglum hafði verið meinuð landganga síðdegis í gær og þeim vísað aftur til síns heima. Lögregla hafði mikinn viðbúnað í Leifsstöð vegna fyrirhugaðrar komu Vítisenglanna, sem eru skilgreindir sem alþjóðleg glæpasamtök. Þar voru tugir lögreglumanna, meðal annars sérsveitarmenn. Lögregla hefur að mestu leyti varist fregna af málinu eða viðbúnaði sínum. Liðsmenn Fáfnis biðu Vítisenglanna í komusal en þurftu tómhentir frá að hverfa. Eiginkonu eins Vítisengils var þó hleypt inn ásamt tveimur vinkonum hennar. Tveimur Vítisenglum til viðbótar var vísað úr landi á miðvikudaginn síðasta. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun vera von á töluverðum fjölda Vítisengla til viðbótar til landsins í dag víðs vegar að. Jón Trausti Lúthersson, einn af forsprökkum Fáfnis, vildi hins vegar ekkert tjá sig um málið í gær og sagði alþjóðasamtök Vítisengla hafa sett Fáfnisliða í algert fjölmiðlabann. Fáfnismenn hafa lengi stefnt að því að gera Fáfni að fullgildum meðlim í Vítisenglum. Þeir hafa nú stöðu opinberra áhangenda samtakanna. Dómsmálaráðherra greip til þess ráðs að taka upp landamæraeftirlit með komum frá löndum Schengen-svæðisins vegna veislu Fáfnis og fyrirhugaðrar komu Vítisenglanna. Eftirlitið verður í gildi út daginn í dag. Veisla Fáfnis í ósamþykktu húsnæði í Hafnarfirði hefst síðdegis. Þar verður meðal annars boðið upp á íslenskt brennivín og kjötsúpu sem Sverrir Þór Einarsson, betur þekktur sem Sverrir tattú, mun elda ofan í mannskapinn. Þá mun rokksveitin Dark Harvest leika fyrir viðstadda. Lögreglan verður með viðbúnað í Hafnarfirði vegna veislunnar, sem dómsmálaráðherra telur ógna þjóðaröryggi. Varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði að ekki væri hægt að útiloka að einhverjir Vítisenglar væru á landinu, sem hefðu komið hingað áður en landamæraeftirlitið tók gildi á fimmtudag. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Fjöldi liðsmanna vélhjólasamtakanna Vítisengla er væntanlegur til landsins í dag. Þeir ætla að freista þessa að komast inn í landið í gegnum strangt landamæraeftirlit og í gleðskap vélhjólaklúbbsins Fáfnis sem opnar nýtt klúbbhús í Hafnarfirði með pompi og prakt í dag. Tólf Vítisenglum hafði verið meinuð landganga síðdegis í gær og þeim vísað aftur til síns heima. Lögregla hafði mikinn viðbúnað í Leifsstöð vegna fyrirhugaðrar komu Vítisenglanna, sem eru skilgreindir sem alþjóðleg glæpasamtök. Þar voru tugir lögreglumanna, meðal annars sérsveitarmenn. Lögregla hefur að mestu leyti varist fregna af málinu eða viðbúnaði sínum. Liðsmenn Fáfnis biðu Vítisenglanna í komusal en þurftu tómhentir frá að hverfa. Eiginkonu eins Vítisengils var þó hleypt inn ásamt tveimur vinkonum hennar. Tveimur Vítisenglum til viðbótar var vísað úr landi á miðvikudaginn síðasta. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun vera von á töluverðum fjölda Vítisengla til viðbótar til landsins í dag víðs vegar að. Jón Trausti Lúthersson, einn af forsprökkum Fáfnis, vildi hins vegar ekkert tjá sig um málið í gær og sagði alþjóðasamtök Vítisengla hafa sett Fáfnisliða í algert fjölmiðlabann. Fáfnismenn hafa lengi stefnt að því að gera Fáfni að fullgildum meðlim í Vítisenglum. Þeir hafa nú stöðu opinberra áhangenda samtakanna. Dómsmálaráðherra greip til þess ráðs að taka upp landamæraeftirlit með komum frá löndum Schengen-svæðisins vegna veislu Fáfnis og fyrirhugaðrar komu Vítisenglanna. Eftirlitið verður í gildi út daginn í dag. Veisla Fáfnis í ósamþykktu húsnæði í Hafnarfirði hefst síðdegis. Þar verður meðal annars boðið upp á íslenskt brennivín og kjötsúpu sem Sverrir Þór Einarsson, betur þekktur sem Sverrir tattú, mun elda ofan í mannskapinn. Þá mun rokksveitin Dark Harvest leika fyrir viðstadda. Lögreglan verður með viðbúnað í Hafnarfirði vegna veislunnar, sem dómsmálaráðherra telur ógna þjóðaröryggi. Varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði að ekki væri hægt að útiloka að einhverjir Vítisenglar væru á landinu, sem hefðu komið hingað áður en landamæraeftirlitið tók gildi á fimmtudag.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira