Enski boltinn

Terry: Við stefnum á að ná 90 stigum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

John Terry, fyrirliði Chelsea, er ekki sammála þeim sem segja að enska deildin sé opnari í ár en áður sem og að stóru liðin muni tapa fleiri leikjum en síðustu ár.

Chelsea hefur sýnt veikleikamerki í síðustu leikjum og ekki unnið í fjórum síðustu tilraunum.

„Ég heyri í sífellu að toppliðin verði með færri stig í ár og tapi fleiri leikjum. Þar sem við höfum þegar tapað þrem leikjum þá er fólk að kaupa þann áróður. Ég geri það ekki," sagði Terry ákveðinn en hann segir Chelsea ætla að ná 90 stigum.

Sá stigafjöldi tryggði liðinu titilinn árin 2005 og 2006.

„Það var sem þurfti til að vinna síðast og á tímabilunum eftir það. Það hlýtur því að duga að ná 90 stigum á þessu tímabili."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×