Íslenski boltinn

Baldur: Ætla ekki að elta hæsta tilboð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Baldur Sigurðsson er afar eftirsóttur þessa dagana
Baldur Sigurðsson er afar eftirsóttur þessa dagana Fréttablaðið/Vilhelm

Mývetningurinn Baldur Sigurðsson er líklega eftirsóttasti knattspyrnumaður landsins um þessar mundir. Hann kom heim frá Noregi í gær og bendir flest til þess að hann spili á Íslandi í sumar.

Baldur hefur fengið sig lausan frá norska félaginu Bryne en sátt náðist um starfslokasamning.

Baldur mun á næstu dögum ræða við þau félög sem hafa sýnt þessum magnaða miðjumanni áhuga en samkvæmt heimildum Vísis eru KR, Valur og FH líklegust til þess að bítast um kappann.

„Það hafa nokkur félög sýnt mér áhuga en ég vil ekkert vera að ræða hvaða félög það eru á þessu stigi," sagði Baldur og bætti við að peningar skiptu ekki öllu máli í því hvar hann ætlaði sér að spila næsta sumar.

„Ég ætla bara að ræða við félögin. Heyra hvað menn hafa að segja og hvernig þeir hyggjast nýta mína krafta. Ég ætla alls ekkert að labba á milli félaga og elta hæsta tilboð," sagði Baldur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×