Innlent

Rólegt hjá lögreglunni um allt land

Nóttin virðist hafa verið nokkuð róleg hjá helstu lögregluembættum landsins í nótt. Á Akranesi var þó töluvert um ölvun í bænum og mikið af fólki. Í gærkvöldi opnaði nýr skemmtistaður í bænum auk þess sem fjölbrautarskólinn var með ball. Engin teljandi vandræði þar að sögn lögreglu.

Einn var tekinn grunaður um akstur undir áhrifum vímefna. Að öðru leyti var nóttin róleg. Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði engin tíðindi frá nóttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×