Símasvindl: Varað við óþekktum erlendum símanúmerum 19. janúar 2009 13:56 Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone. Símasvindlarar hafa herjað á íslendinga upp á síðkastið. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum bárust 1400 svokölluð uppköll frá 15.janúar en svipað svindl kom upp fyrir nokkrum mánuðum. Upplýsingafulltrúar Símans og Vodafone hvetja fólk til þess að vera á varðbergi gagnvart hringingum úr óþekktum númerum. Svindlið virkar þannig að hringt er í íslenska síma eina til þrjár hringingar. Síðan þegar hringt er tilbaka er rukkað fyrir þá hringingu, oft nokkur þúsund krónur, sem síðan leggst inn á reikning eiganandans sem hringdi tilbaka. Hægt er að þekkja þessi númer þar sem þau byrja á talnarununni 882. Margrét Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi Símans segir að fyrirtækið hafi heyrt af þessu og brugðist við. Búið sé að loka fyrir hringingar úr númerum sem hefjast á þessari talnarunu. Viðskiptavinir Símans eigi því ekki að geta fengið símtöl sem þessi. Hægt er að sjá hve mörg uppköll af þessu tagi hafi borist viðskiptavinum Símans og segir Margrét þau vera um 1400 frá 15.janúar. Hún hvetur fólk því til þess að vera á varðbergi gagnvart erlendum númerum sem það þekkir ekki. Hrannar Pétursson hjá Vodafone tekur í sama streng en fyrirtækið hefur lokað fyrir númer sem byrja á umræddri talnarunu. Viðskiptavinir Vodafone geta því heldur ekki hringt tilbaka í þessi númer. Hann segir að fyrir nokkrum vikum hafi svipað komið upp með talnarunu frá Ítalíu og þar áður í gegnum gervihnattakerfi annarsstaðar frá. „Þetta er eins og með margt annað að skúrkarnir eru oft einu skrefi á undan. En við reynum að bregðast við þessu með aðgerðum sem þessum." Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova hefur einnig heyrt af umræddu svindli. „Ég get staðfest að hjá Nova er og hefur verið lokað fyrir þessi símtöl. Við höfum ekki haft opið fyrir þessi númer.“ Tengdar fréttir Símasvindl: Ekki hringja tilbaka í 0088 Síminn varar fólk við að hringja til baka í númer sem byrja á 0088. Það landsnúmer er ekki til en fólk er rukkað um þúsundir króna þegar hringt er í númerin. Undanfarið hefur borið á því að fólk fær hringingu úr þessum númerum, 1-2 stuttar hringingar, og þegar hringt er tilbaka tapar fólk þúsundum króna á þessu eina símtali. 28. október 2008 11:56 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Símasvindlarar hafa herjað á íslendinga upp á síðkastið. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum bárust 1400 svokölluð uppköll frá 15.janúar en svipað svindl kom upp fyrir nokkrum mánuðum. Upplýsingafulltrúar Símans og Vodafone hvetja fólk til þess að vera á varðbergi gagnvart hringingum úr óþekktum númerum. Svindlið virkar þannig að hringt er í íslenska síma eina til þrjár hringingar. Síðan þegar hringt er tilbaka er rukkað fyrir þá hringingu, oft nokkur þúsund krónur, sem síðan leggst inn á reikning eiganandans sem hringdi tilbaka. Hægt er að þekkja þessi númer þar sem þau byrja á talnarununni 882. Margrét Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi Símans segir að fyrirtækið hafi heyrt af þessu og brugðist við. Búið sé að loka fyrir hringingar úr númerum sem hefjast á þessari talnarunu. Viðskiptavinir Símans eigi því ekki að geta fengið símtöl sem þessi. Hægt er að sjá hve mörg uppköll af þessu tagi hafi borist viðskiptavinum Símans og segir Margrét þau vera um 1400 frá 15.janúar. Hún hvetur fólk því til þess að vera á varðbergi gagnvart erlendum númerum sem það þekkir ekki. Hrannar Pétursson hjá Vodafone tekur í sama streng en fyrirtækið hefur lokað fyrir númer sem byrja á umræddri talnarunu. Viðskiptavinir Vodafone geta því heldur ekki hringt tilbaka í þessi númer. Hann segir að fyrir nokkrum vikum hafi svipað komið upp með talnarunu frá Ítalíu og þar áður í gegnum gervihnattakerfi annarsstaðar frá. „Þetta er eins og með margt annað að skúrkarnir eru oft einu skrefi á undan. En við reynum að bregðast við þessu með aðgerðum sem þessum." Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova hefur einnig heyrt af umræddu svindli. „Ég get staðfest að hjá Nova er og hefur verið lokað fyrir þessi símtöl. Við höfum ekki haft opið fyrir þessi númer.“
Tengdar fréttir Símasvindl: Ekki hringja tilbaka í 0088 Síminn varar fólk við að hringja til baka í númer sem byrja á 0088. Það landsnúmer er ekki til en fólk er rukkað um þúsundir króna þegar hringt er í númerin. Undanfarið hefur borið á því að fólk fær hringingu úr þessum númerum, 1-2 stuttar hringingar, og þegar hringt er tilbaka tapar fólk þúsundum króna á þessu eina símtali. 28. október 2008 11:56 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Símasvindl: Ekki hringja tilbaka í 0088 Síminn varar fólk við að hringja til baka í númer sem byrja á 0088. Það landsnúmer er ekki til en fólk er rukkað um þúsundir króna þegar hringt er í númerin. Undanfarið hefur borið á því að fólk fær hringingu úr þessum númerum, 1-2 stuttar hringingar, og þegar hringt er tilbaka tapar fólk þúsundum króna á þessu eina símtali. 28. október 2008 11:56