Innlent

Stundum allar tegundir mjalta

Kýr í fjósi Rúmlega helmingur allra kúa eru í 35 prósentum fjósa landsins, að því er fram kemur á vef Landssambands kúabænda. Fréttablaðið/GVA
Kýr í fjósi Rúmlega helmingur allra kúa eru í 35 prósentum fjósa landsins, að því er fram kemur á vef Landssambands kúabænda. Fréttablaðið/GVA

Yfir helmingur mjólkurkúa eru í svonefndum lausagöngufjósum og hafa aldrei verið fleiri, samkvæmt nýrri samantekt sem unnin hefur verið fyrir Landssamband kúabænda (LK). „Kýr í lausagöngu eru að jafnaði afurðahærri en kýr í básafjósum,“ segir á vef LK.

Sambandið hefur undanfarin ár látið taka saman þróun á fjósgerðum. Fram kemur að enn séu viðhöfð hér á landi öll grundvallarvinnubrögð við mjaltir sem þekkjast, allt frá handmjöltum til mjaltaþjóna.

Þá mun fjöldi fjósa í framleiðslu í fyrsta sinn kominn niður fyrir 700, eða í 685 fjós. Fækkunin er sögð nema 4,9 prósentum á tveimur árum. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×