Fiskistofa og Landhelgisgæslan fóru í júlí í sameiginlegan leiðangur í eftirliti á grunnslóð við landið. Leiðangurinn stóð í átta daga, en á þeim fimm dögum sem nýttust til verksins var farið um borð í alls 23 báta; tuttugu handfærabáta, einn togbát, einn línubát og einn netabát.
Um borð voru gerðar lengdarmælingar á afla, veiðileyfi skoðuð og farið yfir afladagbækur. Í fimm tilvikum voru gerðar athugasemdir við skráningu í afladagbók og verður farið með þau mál að hætti opinberra mála.