Fótbolti

Hjaltalín kom með gjafir á síðustu æfingu stelpnanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stelpurnar stilltu sér upp með Hjaltalín.
Stelpurnar stilltu sér upp með Hjaltalín. Mynd/ÓskarÓ

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú á leiðinni til Finnlands en stelpurnar okkar æfðu í síðasta sinn á Íslandi fyrir mótið á Hofstaðavelli í Garðabæ í gær. Tveir liðsmenn og umboðsmaður hljómsveitarinnar Hjaltalín komu á æfinguna og gáfu hópnum 30 eintök af nýjasta disknum sínum.

Hjaltalín mun vera með tónleika í Finnlandi á meðan riðlakeppninni stendur en þeir fyrstu verða í Tampere á sunnudagskvöldið eða sólarhring áður en íslenska liðið spilar fyrsta leikinn sinn á móti Frökkum.

Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður Hjaltalín og hljómsveitameðlimirnir Hjörtur Ingvi Jóhannsson (píanóleikari) og Rebekka Bryndís Björnsdóttir (fagottleikari) fóru ekki tómhent heim af æfingunni því að stelpurnar færðu þeim að gjöf 10 landsliðspeysur.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×