Erlent

Fjöldamorðingi fær ekki lausn gegn tryggingu

Óli Tynes skrifar
Anthony Sowell með réttargæslumanni.
Anthony Sowell með réttargæslumanni.

Bandaríski fjöldamorðinginn Anthony Sowell fær ekki að ganga laus gegn tryggingu þartil réttarhöldin yfir honum hefjast.

Lík tíu kvenna hafa fundist á heimili hans og auk þess höfuðkúpa. Níu lík fundust grafin í kjallara hússins og eitt úti í garði.

Lögreglan heldur áfram leit í húsinu og ætlunin er að leita einnig í nærliggjandi húsum sem standa auð.

Sowell sem er fimmtíu ára gamall er skráður kynferðisafbrotamaður. Hann var sakfelldur fyrir nauðgun árið 1989 og var dæmdur í fimmtán ára fangelsi. Honum var sleppt fyrir fjórum árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×