Umfjöllun: Draumabyrjun Fylkismanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. maí 2009 14:57 Fylkismaðurinn Pape Faye í baráttunni í kvöld. Mynd/Valli Fylkismenn hafa byrjað Pepsi-deildina af miklum krafti og er nú eina liðið sem hefur haldið marki sínu hreinu í fyrstu tveimur umferðunum. Fylkir vann í kvöld 2-0 sigur á Keflavík á heimavelli sínum en bæði mörkin skoraði Valur Fannar Gíslason úr vítaspyrnum í síðari hálfleik. Fylkismenn léku undan vindi í fyrri hálfleik en tókst þó ekki að færa sér það í nyt að neinu ráði. Bæði lið fengu ágæt færi snemma í leiknum en lítið markvert gerðist á síðasta hálftímanum. Keflvíkingar náðu að halda heimamönnum nokkuð aftarlega á vellinum sem að sama skapi reyndu stungusendingar og skyndisóknir en með litlum árangri. Fyrirliði Keflvíkinga, Hólmar Örn Rúnarsson, þurfti að fara meiddur af velli í hálfleik og var þar með stórt skarð höggvið í miðjuspil Keflvíkinga. Fylkismenn tóku hreinlega völdin í leiknum og eftir aðeins þriggja mínútna sókn sem endaði með því að þeir fengu vítaspyrnu. Guðjón Árni Antoníusson var dæmdur brotlegur eftir viðskipti sín við Kjartan Ágúst Breiðdal en dómurinn var nokkuð umdeildur. Guðjón Árni virtist ná til boltans. Engu að síður var vítið dæmt og skoraði Valur Fannar af öryggi úr spyrnunni eftir að hafa sent Lasse Jörgensen í vitlaust horn. Fylkismenn héldu áfram að sækja eftir þetta og stýrðu í raun leiknum frá a til ö. Hættulegasta færið fékk Andrés Már Jóhannesson sem skallaði hárfínt yfir mark Keflavíkur eftir hornspyrnu á 68. mínútu. Þremur mínútum dró aftur til tíðinda, aftur eftir góða sókn Fylkismanna. Í þetta sinn braut Bjarni Hólm Aðalsteinsson á Ingimundi Níels Óskarssyni og í þetta sinn lék enginn vafi á vítaspyrnudóminum. Valur Fannar skoraði af öryggi og aftur í sama horn en í þetta sinn stóð Lasse Jörgensen markvörður stjarfur á línunni. Keflvíkingar reyndu að sækja eftir þetta en þegar þarna var komið var liðið varla búið að eiga skot að marki og ekki búið að fá hornspyrnu í leiknum. Fylkismenn börðust þó áfram af miklum krafti og hleyptu þeim bláklæddu aldrei í nein hættuleg færi. Varnarleikur Fylkismanna var mjög góður og þó svo að sóknarleikurinn hafi löngum stundum verið nokkuð hættulaus var sigurinn engu að síður sanngjarn. Keflvíkingar áttu ekki góðan dag og hafa oftast spilað betur en þeir gerðu í kvöld. Þeir söknuðu Hólmars mikið í síðari hálfleik og kom þá berlega í ljós hversu mikilvægur hann er liðinu.Fylkir - Keflavík 2-0 1-0 Valur Fannar Gíslason, víti (49.) 2-0 Valur Fannar Gíslason, víti (71.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7)Skot (á mark): 8-6 (4-4)Varin skot: Fjalar 4 - Jörgensen 2.Horn: 6-2Aukaspyrnur fengnar: 8-21Rangstöður: 11-3Fylkir (4-4-2): Fjalar Þorgeirsson 7 Andrés Már Jóhannesson 7Kristján Valdimarsson 8 - maður leiksins Einar Pétursson 7 Tómas Þorsteinsson 7 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7 Valur Fannar Gíslason 8 Halldór Arnar Hilmisson 6 (75. Ólafur Stígsson -) Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Pape Mamadou Faye 4 (75. Kjartan Andri Baldvinsson -) Ingimundur Níels Óskarsson 6 (86. Felix Hjálmarsson -)Keflavík (4-4-2): Lasse Jörgensen 6 Guðjón Árni Antoníusson 5 Alen Sutej 8 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Brynjar Örn Guðmundsson 6 Jóhann Birnir Guðmundsson 7 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Hólmar Örn Rúnarsson 6 (46. Einar Orri Einarsson 5) Símun Samuelsen 6 Magnús Sverrir Þorsteinsson 5 (63. Hörður Sveinsson 5) Haukur Ingi Guðnason 5 (74. Magnús Þór Magnússon -) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa þá lýsingu hér: Fylkir - Keflavík. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristján: Spiluðum einfaldlega illa Kristján Guðmundsson sagði fátt jákvætt við leik sinna manna í Keflavík eftir leikinn í Árbænum í kvöld. Fylkir vann 2-0 sigur á Keflvíkingum. 14. maí 2009 22:21 Ólafur: Erum enn að bæta okkur Ólafur Þórðarson segir góða byrjun sinna manna í Fylki í Pepsi-deildinni mikilli vinnu að þakka og að leikmenn séu að leggja sig alla fram. 14. maí 2009 22:31 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Fylkismenn hafa byrjað Pepsi-deildina af miklum krafti og er nú eina liðið sem hefur haldið marki sínu hreinu í fyrstu tveimur umferðunum. Fylkir vann í kvöld 2-0 sigur á Keflavík á heimavelli sínum en bæði mörkin skoraði Valur Fannar Gíslason úr vítaspyrnum í síðari hálfleik. Fylkismenn léku undan vindi í fyrri hálfleik en tókst þó ekki að færa sér það í nyt að neinu ráði. Bæði lið fengu ágæt færi snemma í leiknum en lítið markvert gerðist á síðasta hálftímanum. Keflvíkingar náðu að halda heimamönnum nokkuð aftarlega á vellinum sem að sama skapi reyndu stungusendingar og skyndisóknir en með litlum árangri. Fyrirliði Keflvíkinga, Hólmar Örn Rúnarsson, þurfti að fara meiddur af velli í hálfleik og var þar með stórt skarð höggvið í miðjuspil Keflvíkinga. Fylkismenn tóku hreinlega völdin í leiknum og eftir aðeins þriggja mínútna sókn sem endaði með því að þeir fengu vítaspyrnu. Guðjón Árni Antoníusson var dæmdur brotlegur eftir viðskipti sín við Kjartan Ágúst Breiðdal en dómurinn var nokkuð umdeildur. Guðjón Árni virtist ná til boltans. Engu að síður var vítið dæmt og skoraði Valur Fannar af öryggi úr spyrnunni eftir að hafa sent Lasse Jörgensen í vitlaust horn. Fylkismenn héldu áfram að sækja eftir þetta og stýrðu í raun leiknum frá a til ö. Hættulegasta færið fékk Andrés Már Jóhannesson sem skallaði hárfínt yfir mark Keflavíkur eftir hornspyrnu á 68. mínútu. Þremur mínútum dró aftur til tíðinda, aftur eftir góða sókn Fylkismanna. Í þetta sinn braut Bjarni Hólm Aðalsteinsson á Ingimundi Níels Óskarssyni og í þetta sinn lék enginn vafi á vítaspyrnudóminum. Valur Fannar skoraði af öryggi og aftur í sama horn en í þetta sinn stóð Lasse Jörgensen markvörður stjarfur á línunni. Keflvíkingar reyndu að sækja eftir þetta en þegar þarna var komið var liðið varla búið að eiga skot að marki og ekki búið að fá hornspyrnu í leiknum. Fylkismenn börðust þó áfram af miklum krafti og hleyptu þeim bláklæddu aldrei í nein hættuleg færi. Varnarleikur Fylkismanna var mjög góður og þó svo að sóknarleikurinn hafi löngum stundum verið nokkuð hættulaus var sigurinn engu að síður sanngjarn. Keflvíkingar áttu ekki góðan dag og hafa oftast spilað betur en þeir gerðu í kvöld. Þeir söknuðu Hólmars mikið í síðari hálfleik og kom þá berlega í ljós hversu mikilvægur hann er liðinu.Fylkir - Keflavík 2-0 1-0 Valur Fannar Gíslason, víti (49.) 2-0 Valur Fannar Gíslason, víti (71.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7)Skot (á mark): 8-6 (4-4)Varin skot: Fjalar 4 - Jörgensen 2.Horn: 6-2Aukaspyrnur fengnar: 8-21Rangstöður: 11-3Fylkir (4-4-2): Fjalar Þorgeirsson 7 Andrés Már Jóhannesson 7Kristján Valdimarsson 8 - maður leiksins Einar Pétursson 7 Tómas Þorsteinsson 7 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7 Valur Fannar Gíslason 8 Halldór Arnar Hilmisson 6 (75. Ólafur Stígsson -) Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Pape Mamadou Faye 4 (75. Kjartan Andri Baldvinsson -) Ingimundur Níels Óskarsson 6 (86. Felix Hjálmarsson -)Keflavík (4-4-2): Lasse Jörgensen 6 Guðjón Árni Antoníusson 5 Alen Sutej 8 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Brynjar Örn Guðmundsson 6 Jóhann Birnir Guðmundsson 7 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Hólmar Örn Rúnarsson 6 (46. Einar Orri Einarsson 5) Símun Samuelsen 6 Magnús Sverrir Þorsteinsson 5 (63. Hörður Sveinsson 5) Haukur Ingi Guðnason 5 (74. Magnús Þór Magnússon -) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa þá lýsingu hér: Fylkir - Keflavík.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristján: Spiluðum einfaldlega illa Kristján Guðmundsson sagði fátt jákvætt við leik sinna manna í Keflavík eftir leikinn í Árbænum í kvöld. Fylkir vann 2-0 sigur á Keflvíkingum. 14. maí 2009 22:21 Ólafur: Erum enn að bæta okkur Ólafur Þórðarson segir góða byrjun sinna manna í Fylki í Pepsi-deildinni mikilli vinnu að þakka og að leikmenn séu að leggja sig alla fram. 14. maí 2009 22:31 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Kristján: Spiluðum einfaldlega illa Kristján Guðmundsson sagði fátt jákvætt við leik sinna manna í Keflavík eftir leikinn í Árbænum í kvöld. Fylkir vann 2-0 sigur á Keflvíkingum. 14. maí 2009 22:21
Ólafur: Erum enn að bæta okkur Ólafur Þórðarson segir góða byrjun sinna manna í Fylki í Pepsi-deildinni mikilli vinnu að þakka og að leikmenn séu að leggja sig alla fram. 14. maí 2009 22:31