Erlent

Sviðsetti mannrán í kúgunarskyni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Auðug húsmóðir í Flórída hefur verið ákærð fyrir að sviðsetja mannrán með það fyrir augum að kúga fé út úr vellauðugum eiginmanni sínum. Konan skildi eftir miða á heimili þeirra hjóna þar sem hún lýsti því hvernig ókunnur maður beindi byssu að henni og flutti hana nauðuga á brott til staðar þar sem hún yrði í haldi þar til eiginmaðurinn greiddi ræningjanum 50.000 dollara. Eiginmaðurinn trúði sögunni eins og nýju neti og greiddi féð en lögreglan fylltist fljótt grunsemdum eftir að konan kom í leitirnar á ný og benda öll gögn til þess að hún hafi lagt á ráðin um meint mannrán með elskhuga sínum, Bosníumanni sem hún kynntist á bensínstöð, og honum hafi verið ætlaðir peningarnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×