Erlent

Á tvöhundruð með soninn á aftursætinu

Hjól svipaðrar gerðar og um ræðir.
Hjól svipaðrar gerðar og um ræðir.

Breskur mótorhjólamaður var á dögunum dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að aka á 196 kílómetra hraða með 14 ára gamlan son sinn á aftursætinu. Maðurinn játaði brotið fyrir dómi enda náðist atvikið á hraðamyndavél.

Dómarinn sagði hegðun mannsins ótrúlega og var sérstaklega tekið til þess að sonurinn var ekki hlífðarfatnaði. Það hefði því ekki þurft að spyrja að leikslokum hefði maðurinn misst stjórn á hjólinu.

Sér til málsvarnar sagði maðurinn að hann hafi dregið úr hraðanum vegna þess að það hafði byrjað að rigna. Auk fangelsisdómsins missir hann ökuleyfið í 18 mánuði og einnig þarf hann að fara á ökunámskeið.

Hér má sjá myndskeið frá lögreglu sem náði manninum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×