Íslenski boltinn

Hjörtur aftur á Skagann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hjörtur í leik með Þrótti.
Hjörtur í leik með Þrótti.

Íþróttafréttamaðurinn Hjörtur Júlíus Hjartarson er hættur við að hætta í fótbolta og mun spila með sínu gamla félagi, ÍA, næsta sumar. Fótbolti.net greinir frá þessu í dag.

Hjörtur er orðinn 35 ára gamall en hann lék bæði með Þrótti og Selfossi síðasta sumar. Í lok sumars tilkynnti hann síðan að hann væri hættur.

Besta ár Hjartar var sumarið 2001 er hann varð markakóngur efstu deildar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×