Innlent

Rjúpnaskytta varð fyrir slysaskoti

Björgunarsveitarmenn úr Björgunarsveitinni Ósk í Búðardal fóru á vettvang og eru að koma manninum niður á þjóðveginn
Björgunarsveitarmenn úr Björgunarsveitinni Ósk í Búðardal fóru á vettvang og eru að koma manninum niður á þjóðveginn

Rjúpnaskytta varð fyrir slysaskoti við veiðar á Bjarnarfelli í Laxárdal í Dölum fyrr í dag. Veiðifélagar mannsins höfðu samband við Neyðarlínuna og létu vita.

Björgunarsveitarmenn úr Björgunarsveitinni Ósk í Búðardal fóru á vettvang og eru að koma manninum niður á þjóðveginn þar sem sjúkrabíll bíður til að flytja hann á sjúkrahús.

Mennirnir voru staddir fjögur til sexhundruð metra upp í fjallinu þegar slysið átti sér stað. Ekki er vitað á þessari stundu hversu alvarlega særður maðurinn er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×