Innlent

Pólitískar stöðuveitingar í æðstu störf ríkisins

Næstum því helmingur af öllum stöðuveitingum í æðstu störf ríkisins síðustu ár eru pólitískar. Þetta kemur fram í tveimur rannsóknum sem Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í fjölmiðlafræði kynnti í gær.

Fyrsta könnunin tók til 111 æðstu starfa sem veitt voru á Íslandi á árunum 2001-2005. Þarna er átt við ráðuneytisstjóra, æðstu störf í ráðuneytum og forstöðumenn ríkisstofnnana. Niðurstaðan er sú að 46% stöðuveitinganna áttu rætur að rekja í pólitík.

Önnur könnun var svo gerð í fyrra og rímaði hún vel við þá fyrri því samkvæmt henni voru hátt í 50% stöðuveitinga í æðstu störf ríkisins pólistíkar.

„Það er auðvitað erfitt að mæla þetta, en ef við berum saman þessar kannanir þá segja þær mjög líka sögu. Um helmingur þeirra ráðninga sem eru á efsta þrepi virðast vera undir miklum pólitískum áhirfum," segir Gunnar Helgi.

Gunnar vill að að heimildir til pólitískra ráðninga verði skýrari til að mynda í ráðuneytunum þar sem mikið er um pólitík í stöðuveitingum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×