Innlent

100 þúsund Íslendingar á McDonalds í vikunni

Tæplega 100 þúsund Íslendingar hafa farið á McDonalds í vikunni til að kveðja hamborgarastaðinn sem lokar nú á miðnætti. Eigandi staðarins hefur farið í viðtöl hjá öllum helstu fjölmiðlum heims en brotthvarf veitingakeðjunnar er orðið eitt stærsta fréttamál sem komið hefur frá Íslandi á þessu ári.

Þótt Búsáhaldabyltingin og Icesavedeilan hafi líklega verið fyrirferðamestu fréttamál þessa árs, fer lokun McDonalds á Íslandi langt með að slá þau út þegar kemur að umfjöllun erlendra fjölmiðla.

Jón Garðar Ögmundsson eigandi Lyster ehf. sem rekur McDonalds segir að það hafi verið krónan sem drap McDonalds á Íslandi. Þó mörgum standi slétt á sama eru aðrir vonsviknir yfir því að sjá á eftir Ronald McDonald og hamborgurunum hans.

Tæplega 100 þúsund Íslendingar hafa til að mynda lagt leið sína á McDonalds í vikunni og fengið sér borgara. Það er eitthvað um 15 þúsund á dag alla daga síðan tilkynnt var um lokun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×