Íslenski boltinn

Baldur búinn að taka ákvörðun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Baldur Sigurðsson í leik með Keflavík.
Baldur Sigurðsson í leik með Keflavík.

Baldur Sigurðsson segist vera búinn að taka ákvörðun um hvaða félagi hann ætli að spila með verði hann á Íslandi í sumar.

Hins vegar er hann ekki reiðubúinn að greina frá þeirri ákvörðun en hann átti í viðræðum við Val, FH og KR.

„Ég er enn að skoða einhverja möguleika sem gætu komið til greina fyrir mig erlendis og því ætla ég að bíða með að ganga frá málum mínum hér heima," sagði Baldur í samtali við Vísi.

Baldur lék síðast með Bryne í Noregi en þar áður með Keflvíkingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×