Lífið

Glæsileg útskriftarsýning opnuð á Kjarvalsstöðum

Útskriftarsýning Þorvaldur Jónsson ásamt verki sínu „Tótem“. Fréttablaðið/Anton
Útskriftarsýning Þorvaldur Jónsson ásamt verki sínu „Tótem“. Fréttablaðið/Anton
Á sumardaginn fyrsta var opnuð sýning með 73 verkum útskriftarnema úr myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands á Kjarvalsstöðum. Fjöldi manns sótti sýninguna en verk nemenda þar er afrakstur þriggja ára BA-náms við Listaháskólann. Meðal þeirra fjölbreyttu verka sem eru á Kjarvalsstöðum þar til að sýningu lýkur hinn 3. maí eru vídeóskúlptúrar, ljósmyndir, furðuverur, innsetningar, útiverk, klippimyndir, draumfarir, málverk, teikningar, gjörningar, veggspjöld og rannsóknarstofa. Sýningarstjórar eru Finnur Arnar Arnarson, Kristján Örn Kjartansson og Kristján Eggertsson.
Þorgerður Ólafsdóttir og verk hennar „LÍSAND“.
María Dalberg við verk sitt „Streymi“.


Úr myndbandsverki Þórðar Grímssonar „Mara“.
Ónefnt verk eftir Davíð Hólm Júlíusson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.