Innlent

Ólafur Þór Hauksson: Er hlutlaus varðandi afsögn ríkissaksóknara

Ólafur Þór Hauksson.
Ólafur Þór Hauksson.

„Hann beindi fyrirspurn til okkar um það hvort Eva talaði í nafni embættsins og það gerir hún ekki," segir sérstakur saksóknari efnahagshrunsins, Ólafur Þór Hauksson, spurður hvort það sé rétt að hann hafi látið Valtý Sigurðsson, ríkissaksóknara fá skriflegt plagg um að Eva Joly talaði ekki í krafti embættisins þegar hún krafðist afsagnar Valtýs.

Þá kom einnig fram í viðtali við Valtý að krafa Evu endurspeglaði ekki hug Ólafs Þórs. Hann segir það oftúlkun: „Ég hef aldrei gefið upp mína skoðun í málinu."

Ólafur segir að það hafi verið óskað eftir staðfestingu á því hvort Eva talaði fyrir hönd embættisins og Ólafur staðfesti að svo væri ekki, það væri aðeins einn talsmaður og það væri hann sjálfur.

Eva er ráðgjafi en ekki talsmaður.

Þegar blaðamaður ræddi aftur við Valtý staðfesti hann að það stæði ekkert um skoðun Ólafs í bréfinu.

Eva hefur gengið skörulega fram og krafðist þess að Valtýr segi upp störfum vegna vanhæfis. Hann gegnir embætti ríkissaksóknara sem er æðsta ákæruvald hér á landi og því heyrir embætti sérstaks saksóknara undir embættið.

Sjálfur hefur Valtýr lýst sig vanhæfan í hruni bankakerfisins.


Tengdar fréttir

Sérstakur saksóknari afneitar kröfu Evu Joly skriflega

„Þetta er ekki sagt í hans embætti. Ég er með það skriflegt frá honum," segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari sem segist hafa skriflegt plagg frá Ólafi Þór Haukssyni að krafan hennar Evu er ekki sett fram í nafni embættis sérstaks saksóknara og þar kemur fram að Ólafur er henni ekki sammála.

Eva Joly: Hvað ætlar Valtýr þá að rannsaka?

Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara í málefnum tengdum bankahruninu, segir í viðtali við Fréttastofu RÚV að hún vilji að ríkissaksóknari segi starfi sínu lausu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×