Sérstakur saksóknari afneitar kröfu Evu Joly skriflega Valur Grettisson skrifar 5. júlí 2009 17:16 Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari. „Þetta er ekki sagt í hans embætti. Ég er með það skriflegt frá honum," segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari sem segist hafa skriflegt plagg frá Ólafi Þór Haukssyni að krafan hennar Evu er ekki sett fram í nafni embættis sérstaks saksóknara og þar kemur fram að Ólafur er henni ekki sammála. Hin norskættaða Eva Joly skoraði á Valtý að segja upp starfi sínu sem ríkissaksóknari þegar hún var í viðtali við RÚV fyrr í dag. Þar spurði hún einnig hvað hann ætti að gera í starfi sínu sem ríkissaksóknari þar sem mestur tíminn færi í að rannsaka efnahagshrunið. „Þetta er alveg óskiljanlegt," segir Valtýr og telur málflutning Evu kominn út fyrir allan þjófabálk. Hann segir það óþarfi að gera lítið úr embætti ríkissaksóknara sem hefur ærin verkefni á sinni könnu. Hann segir starfslýsinguna nokkuð skýra og að hana megi finna á netinu hafi Eva áhuga á því. Ástæðan fyrir því að Eva ræðst svo harkalega á Valtý er sú að sonur hans er annar forstjóra Exista sem áður áttu meirihluta í Kaupþingi sem nú er í ríkiseigu eftir harkalegt bankahrun. Í kjölfarið lýsti Valtýr sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn mála sem varða bankahrunið en það kom þó ekki í ljós fyrr en Eva var búinn að fara í fjölmiðla og krefjast afsagnar hans. Eva krafðist auk þess að þrír sérstakir saksóknarar yrðu skipaðir til þess að skoða hvern banka fyrir sig. Dómsmálaráðherra er nú langt kominn með frumvarp um þrjá ríkissaksóknara en kröfu Evu um að koma Valtý úr embætti er ekki á færi ráðherrans þar sem embætti ríkissaksóknara er lögvarið. Nú er komið í ljós að krafa Evu er ekki í samræmi við skriflegt plagg sérstaks saksóknara og því ljóst að málflutningur Evu ekki í samræmi við yfirmann hennar Ólaf Þór. Aðspurður hvað Valtý finnist um kröfu Evu svarar hann: „Ég skil ekki hvert hún er að fara með þessari þráhyggju sinni eða í hvaða farveg þetta fer. Við erum að drukkna í verkefnum hérna." Tengdar fréttir Ólafur Þór Hauksson: Er hlutlaus varðandi afsögn ríkissaksóknara „Hann beindi fyrirspurn til okkar um það hvort Eva talaði í nafni embættsins og það gerir hún ekki," segir sérstakur saksóknari efnahagshrunsins, Ólafur Þór Hauksson, spurður hvort það sé rétt að hann hafi látið Valtý Sigurðsson, ríkissaksóknara fá skriflegt plagg um að Eva Joly talaði ekki í krafti embættisins þegar hún krafðist afsagnar Valtýs. 5. júlí 2009 17:47 Eva Joly: Hvað ætlar Valtýr þá að rannsaka? Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara í málefnum tengdum bankahruninu, segir í viðtali við Fréttastofu RÚV að hún vilji að ríkissaksóknari segi starfi sínu lausu. 5. júlí 2009 12:20 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
„Þetta er ekki sagt í hans embætti. Ég er með það skriflegt frá honum," segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari sem segist hafa skriflegt plagg frá Ólafi Þór Haukssyni að krafan hennar Evu er ekki sett fram í nafni embættis sérstaks saksóknara og þar kemur fram að Ólafur er henni ekki sammála. Hin norskættaða Eva Joly skoraði á Valtý að segja upp starfi sínu sem ríkissaksóknari þegar hún var í viðtali við RÚV fyrr í dag. Þar spurði hún einnig hvað hann ætti að gera í starfi sínu sem ríkissaksóknari þar sem mestur tíminn færi í að rannsaka efnahagshrunið. „Þetta er alveg óskiljanlegt," segir Valtýr og telur málflutning Evu kominn út fyrir allan þjófabálk. Hann segir það óþarfi að gera lítið úr embætti ríkissaksóknara sem hefur ærin verkefni á sinni könnu. Hann segir starfslýsinguna nokkuð skýra og að hana megi finna á netinu hafi Eva áhuga á því. Ástæðan fyrir því að Eva ræðst svo harkalega á Valtý er sú að sonur hans er annar forstjóra Exista sem áður áttu meirihluta í Kaupþingi sem nú er í ríkiseigu eftir harkalegt bankahrun. Í kjölfarið lýsti Valtýr sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn mála sem varða bankahrunið en það kom þó ekki í ljós fyrr en Eva var búinn að fara í fjölmiðla og krefjast afsagnar hans. Eva krafðist auk þess að þrír sérstakir saksóknarar yrðu skipaðir til þess að skoða hvern banka fyrir sig. Dómsmálaráðherra er nú langt kominn með frumvarp um þrjá ríkissaksóknara en kröfu Evu um að koma Valtý úr embætti er ekki á færi ráðherrans þar sem embætti ríkissaksóknara er lögvarið. Nú er komið í ljós að krafa Evu er ekki í samræmi við skriflegt plagg sérstaks saksóknara og því ljóst að málflutningur Evu ekki í samræmi við yfirmann hennar Ólaf Þór. Aðspurður hvað Valtý finnist um kröfu Evu svarar hann: „Ég skil ekki hvert hún er að fara með þessari þráhyggju sinni eða í hvaða farveg þetta fer. Við erum að drukkna í verkefnum hérna."
Tengdar fréttir Ólafur Þór Hauksson: Er hlutlaus varðandi afsögn ríkissaksóknara „Hann beindi fyrirspurn til okkar um það hvort Eva talaði í nafni embættsins og það gerir hún ekki," segir sérstakur saksóknari efnahagshrunsins, Ólafur Þór Hauksson, spurður hvort það sé rétt að hann hafi látið Valtý Sigurðsson, ríkissaksóknara fá skriflegt plagg um að Eva Joly talaði ekki í krafti embættisins þegar hún krafðist afsagnar Valtýs. 5. júlí 2009 17:47 Eva Joly: Hvað ætlar Valtýr þá að rannsaka? Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara í málefnum tengdum bankahruninu, segir í viðtali við Fréttastofu RÚV að hún vilji að ríkissaksóknari segi starfi sínu lausu. 5. júlí 2009 12:20 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Ólafur Þór Hauksson: Er hlutlaus varðandi afsögn ríkissaksóknara „Hann beindi fyrirspurn til okkar um það hvort Eva talaði í nafni embættsins og það gerir hún ekki," segir sérstakur saksóknari efnahagshrunsins, Ólafur Þór Hauksson, spurður hvort það sé rétt að hann hafi látið Valtý Sigurðsson, ríkissaksóknara fá skriflegt plagg um að Eva Joly talaði ekki í krafti embættisins þegar hún krafðist afsagnar Valtýs. 5. júlí 2009 17:47
Eva Joly: Hvað ætlar Valtýr þá að rannsaka? Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara í málefnum tengdum bankahruninu, segir í viðtali við Fréttastofu RÚV að hún vilji að ríkissaksóknari segi starfi sínu lausu. 5. júlí 2009 12:20