Erlent

Starbucks eyðileggur samskipti

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Starbucks-kaffihúsakeðjan dregur úr samskiptum milli fólks og eyðileggur eðlilegt samfélagslíf. Þetta fullyrðir sagnfræðiprófessor við Temple-háskólann í Fíladelfíu eftir að hafa rannsakað 425 Starbucks-kaffihús í níu löndum. Hann segir samræður milli gesta kaffihúsanna í lágmarki, flestir sitji einir og sér með fartölvu og heyrnartól á meðan þeir fá sér kaffisopa. Niðurstöðurnar setur prófessorinn fram í nýrri bók sem ber titilinn „Allt nema kaffið".






Fleiri fréttir

Sjá meira


×