Íslenski boltinn

Lúkas Kostic: Yfirspiluðum þá í fyrri hálfleik

Elvar Geir Magnússon skrifar
Lúkas Kostic.
Lúkas Kostic.

„Við vorum miklu betri í fyrri hálfleiknum og mér finnst þessi úrslit ekki vera sanngjörn. Við áttum skilið að fá eitthvað úr þessum leik," sagði Lúkas Kostic, þjálfari Grindavíkur eftir 0-1 tap fyrir Breiðabliki í kvöld

„Við fengum ágætis möguleika til að setja mark en eftir að hafa yfirspilað þá í fyrri hálfleik náðu þeir völdum á miðjunni í þeim síðari."

Lúkas Kostic sagði að sínir menn hefðu spilað sinn besta hálfleik í sumar en gefið Blikum of mikið pláss í þeim síðari. „Blikar eru eitt best spilandi lið landsins og það má ekki gefa þeim þetta pláss," sagði hann að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×