Íslenski boltinn

Fimmhundraðasti leikur Lúðvíks sem liðsstjóri KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lúðvík Júlíus Jónsson (lengst til vinstri) fylgist vel leik hjá KR.
Lúðvík Júlíus Jónsson (lengst til vinstri) fylgist vel leik hjá KR. Mynd/Rósa

Heimasíða KR segir frá því í dag að úrslitaleikur Reykjavíkurmóts karla á sunnudagskvöldið verði mikill tímamótaleikur fyrir Lúðvík Júlíus Jónsson sem hefur verið liðsstjóri meistaraflokks karla í Vesturbænum frá árinu 1996.

Leikurinn á móti Fylki verður 500. leikur "Lúlla" í liðsstjóraembættinu en hann hefur aðeins misst úr fimm leiki á þessum þrettán árum en hér er átt við opinbera leiki en ekki æfingaleiki. Lúðvík hefur aldrei misst af deildarleik, bikarleik eða leik í Evrópukeppni á þessum tíma.

Ólafur Brynjar Halldórsson ritstjóri vefs knattspyrnudeildar hefur haldið vel utan um alla tölfræði meistaraflokka KR og hann hefur tekið saman yfirlit yfir liðstjóraferil Lúðvíks á heimasíðunni. Það má sjá grein Ólafs um Lúðvík hér.

Lúðvík getur einnig glaðst yfir því að hafa endurheimt soninn í KR en Magnús Már Lúðvíksson er kominn aftur heim í Frostaskjólið eftir að hafa spilað með Val, ÍBV og Þrótti undanfarin sex tímabil.

Magnús Már skoraði meðal annars í sínum fyrsta opinbera leik með KR þegar liðið vann 5-3 sigur á hans gömlu félögum í Þrótti og tryggði sér fullt hús í sínum riðli í Reykjavíkurmótinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×