Erlent

Hafði hótað Estemirovu

Ramzan Kadyrov, forseti sjálfstjórnarlýðveldisins Tsjetsjeníu, sem er hluti Rússlands, hafði hótað Natalíu Estemirovu á síðasta fundi þeirra, sem var í mars árið 2008.

Hún sagði hann hafa stært sig af því að vera blóðugur upp að olnboga. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem hún lenti upp á kant við valdamenn vegna skrifa sinna og uppljóstrana.

Á miðvikudaginn var henni rænt í Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, og fannst myrt fáeinum klukkustundum síðar.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×