Íslenski boltinn

Guðmundur löglegur með Keflavík á morgun

Elvar Geir Magnússon skrifar

Besti leikmaður úrvalsdeildar karla í fótbolta á síðustu leiktíð, Guðmundur Steinarsson, fær leikheimild með Keflavík í Pepsí deildinni í dag. Þetta staðfesti Guðmundur við fréttastofu í morgun.

Guðmundur lék með Vaduz í Liechtenstein í svissnesku úrvalsdeildinni í vetur og til stóð að hann gengi aftur í raðir Keflavíkur þegar opnað var fyrir félagaskipti 15. júlí síðastliðinn.

Þá kom hins vegar babb í bátinn, Vaduz neitaði að staðfesta félagaskiptin þar sem félagið taldi Guðmund skulda sér rúma milljón íslenskra króna. Guðmundur segir að Vaduz menn hafi nú leiðrétt þetta, hann sé búinn að greiða sinn sanngjarna hlut af upphæðinni og verða félagaskiptin afgreidd hjá KSÍ eftir hádegið. Guðmundur verður því löglegur með Keflavík gegn Fylki í Pepsi-deildinni annað kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×