Innlent

Boeing þoturnar fljúga hringflug yfir Reykjavík

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Icelandair hefur í dag beint áætlunarflug milli Íslands og Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna.

Í tilefni dagsins munu Boeing 757-200 þotur Icelandair sem eru að koma til landsins frá Evrópu fljúga hringflug yfir höfuðborgarsvæðið. Flugleiðin liggur yfir Mosfellsbæ og síðan verður ströndinni fylgt í rólegri beygju umhverfis Reykjavík til Keflavíkur. Þristurinn mun heiðra vélar Icelandair með nærværu sinni yfir höfuðborginni á sama tíma.

Yfirflugið mun verða á milli klukkan 15.00 og 15.40 í dag, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Icelandair.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×