Innlent

Ólétt kona með amfetamín í niðursuðudósum

Konan var að koma frá Kaupmannahöfn.
Konan var að koma frá Kaupmannahöfn.
Síðastliðið laugardagskvöld stöðvaði tollgæsla í Flugstöð Leifs Eiríkssonar konu við komu frá Kaupmannahöfn. Konan, sem er um þrítugt frá Litháen, reyndist vera með um 850 grömm af ætluðu amfetamíni í niðursuðudósum. Konan, sem er barnshafandi, hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 25.september.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á suðurnesjum. Þá segir einnig að tollgæsla hafi stöðvað karlmann frá Litháen á sunnudagskvöld, vegna gruns um að bera fíkniefni innvortis. Við röntgenskoðun sást nokkurt magn belglaga aðskotahluta í meltingarvegi hans. Ekki er ennþá ljóst hvaða efni það er eða hversu mikið. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28.9.09.

Bæði málin eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum, en ekki liggur fyrir hvort tengsl eru á milli þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×