Húsvíkingar vilja framlengja viljayfirlýsingu við Alcoa 16. september 2009 12:12 Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á löngum fundi í gærkvöldi með öllum atkvæðum gegn einu að stefna að því að framlengja viljayfirlýsingu við Alcoa um álver við Húsavík. Nú þegar aðeins tvær vikur eru þar til viljayfirlýsingin rennur út hafa engin skýr svör borist frá ríkisstjórninni um hvað hún vilji gera og ráðherrar hafa enn ekki orðið við bón sveitarfélagsins um fund um málið. Átta sveitarstjórnarfulltrúar af níu styðja framlengingu viljayfirlýsingarinnar. Aðeins fulltrúi vinstri grænna er á móti. Viljayfirlýsinging, sem undirrituð var fyrir þremur árum, er milli ríkisstjórnarinnar, Norðurþings og Alcoa og fjallar um að kanna arðsemi þess að reisa álver í landi Bakka. Í samþykkt meirihluta sveitarstjórnarinnar, sem gerð var á fjögurra klukkustunda löngum fundi í gærkvöldi, segir að verkefnið muni án efa hafa mikil og góð samfélagsáhrif í Þingeyjarsýslum og snúa viðvarandi fólksfækkun til betri vegar. Fulltrúar sveitarstjórnar hafi ávallt verið opnir fyrir því að aðrar hugmyndir séu skoðaðar samhliða stóriðju á Bakka. Staðreyndin sé hinsvegar sú að þrátt fyrir miklar umræður og ítarlegar athuganir, hafa aðrir raunhæfir kostir ekki litið dagsins ljós. Vill sveitarstjórn Norðurþings því vinna að framlengingu viljayfirlýsingar sem sé ásættanleg fyrir alla málsaðila. Í því felist að rannsóknarboranir á Þeistareykjum verði kláraðar, orkumagn og afhendingartími staðfestur og ákvörðun um byggingu stóriðju tekin. Sveitarstjórnin óskaði fyrir nokkru eftir fundi með ríkisstjórninni um málið en ráðherrar hafa ekki enn séð sér fært að finna tíma fyrir slíkt. Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, segir þó að þeir séu í góðu sambandi við iðnaðarráðuneytið. Engin skýr svör hafi hins vegar borist um afstöðu ríkisstjórnarinnar til framlengingar viljayfirlýsingarinnar við Alcoa. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á löngum fundi í gærkvöldi með öllum atkvæðum gegn einu að stefna að því að framlengja viljayfirlýsingu við Alcoa um álver við Húsavík. Nú þegar aðeins tvær vikur eru þar til viljayfirlýsingin rennur út hafa engin skýr svör borist frá ríkisstjórninni um hvað hún vilji gera og ráðherrar hafa enn ekki orðið við bón sveitarfélagsins um fund um málið. Átta sveitarstjórnarfulltrúar af níu styðja framlengingu viljayfirlýsingarinnar. Aðeins fulltrúi vinstri grænna er á móti. Viljayfirlýsinging, sem undirrituð var fyrir þremur árum, er milli ríkisstjórnarinnar, Norðurþings og Alcoa og fjallar um að kanna arðsemi þess að reisa álver í landi Bakka. Í samþykkt meirihluta sveitarstjórnarinnar, sem gerð var á fjögurra klukkustunda löngum fundi í gærkvöldi, segir að verkefnið muni án efa hafa mikil og góð samfélagsáhrif í Þingeyjarsýslum og snúa viðvarandi fólksfækkun til betri vegar. Fulltrúar sveitarstjórnar hafi ávallt verið opnir fyrir því að aðrar hugmyndir séu skoðaðar samhliða stóriðju á Bakka. Staðreyndin sé hinsvegar sú að þrátt fyrir miklar umræður og ítarlegar athuganir, hafa aðrir raunhæfir kostir ekki litið dagsins ljós. Vill sveitarstjórn Norðurþings því vinna að framlengingu viljayfirlýsingar sem sé ásættanleg fyrir alla málsaðila. Í því felist að rannsóknarboranir á Þeistareykjum verði kláraðar, orkumagn og afhendingartími staðfestur og ákvörðun um byggingu stóriðju tekin. Sveitarstjórnin óskaði fyrir nokkru eftir fundi með ríkisstjórninni um málið en ráðherrar hafa ekki enn séð sér fært að finna tíma fyrir slíkt. Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, segir þó að þeir séu í góðu sambandi við iðnaðarráðuneytið. Engin skýr svör hafi hins vegar borist um afstöðu ríkisstjórnarinnar til framlengingar viljayfirlýsingarinnar við Alcoa.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira