Innlent

Um þrír tugir mótmæltu hvalveiðum

Innan við þrjátíu manns mótmæltu hvalveiðum Íslendinga, utan við sendiráð Íslands í Lundúnum í morgun.

Fram kom í fréttum í morgun að fjölmörg náttúruverndarsamtök hefðu boðað við friðsamlegra mótmæla utan við sendiráð íslands í Lundúnum. Samtökin eru ósátt við hvalveiðar Íslendinga.

Mótmælin hófust um klukkan tíu í morgun og stóðu í um klukkustund.

Haukur Ólafsson, sendifulltrúi í Lundúnum, segir að um tuttugu og fimm manns hafi komið til að mótmæla. Þau hafi haldið á lofti spjöldum, og sumir hafi verið íklæddir nokkurs konar hvalasporðum. Hann viti ekki til þess að fjölmiðlar hafi fylgst með mótmælunum.

Haukur segir að seinast hafi hópurinn mótmælt utan við sendiráðið í maí. Sendiráðsfólk kannist við marga úr hópnum og ræði við þá reglulega.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×