Innlent

Fyrirtæki á undanþágu uppvís af milljarða gjaldeyrisbraski

Um það bil fjörtíu fyrirtæki hafa orðið uppvís af því að misnota undanþágu um gjaldeyrishöft frá Seðlabanka Íslands með stórfelldu gjaldeyrisbraski samkvæmt fréttastofu RÚV.

Um er að ræða tugmilljarða viðskipti samkvæmt heimildum RÚV en Seðlabankinn hefur þegar vísað tuttugu málum til Fjármálaeftirlitsins.

Þá kemur einnig fram í fréttinni að um sé að ræða fámennan hóp eða um tuttugu einstaklinga.

Fyrirtækin eru ekki brotleg gagnvart lögum en gjarðir þeirra ganga gegn anda laganna um gjaldeyrishöftin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×