Innlent

60 ár frá átökunum á Austurvelli

Samtök hernaðarandstæðinga standa fyrir útifundi á Austurvelli klukkan fimm í dag í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá því Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu um inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið.

Þennan dag árið 1949 brutust út miklar óeirðir fyrir framan þinghúsið þegar laust saman með lögreglu og fjölda andstæðinga bandalagsaðildar. Stefán Pálsson, formaður samtaka hernaðarandstæðinga, segir að krafan um að Ísland standi utan hernaðarbandalaga sé enn í fullu gildi og lögð verði á það áhersla með táknrænum hætti síðdegis þegar höggin verða látin dynja á stórri tunnu merkta bandalaginu.

María K. Gunnarsdóttir, formaður menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, og Ármann Jakobsson íslenskufræðingur munu jafnframt flytja stutt ávörp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×