Innlent

Þriðja hver fartölva ónýt innan þriggja ára

Tölvur Þriðja hver fartölva verður ónýt innan þriggja ára. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem bandaríska fyrir­tækið SquareTrade framkvæmdi og greint er frá á vef Aften­posten. Fyrirtækið skoðaði viðgerðarsögu þrjátíu þúsund tölva á þremur árum og komst að þeirri niðurstöðu að litlar fartölvur, sem kallaðar eru á ensku netbooks, bila oftast.

Annars eru ódýrustu fartölvurnar þær lélegustu, samkvæmt Square­Trade, sem segir ASUS-tölvur standa sig best og HP verst. Fyrirtækið Square­Trade hefur lifibrauð af því að selja tryggingar fyrir kaupendur heimilis­tölva. - sbt






Fleiri fréttir

Sjá meira


×