Torres bjargaði Liverpool Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2009 17:57 Frank Lampard fékk að líta rauða spjaldið í dag. Nordic Photos / Getty Images Fernando Torres tryggði Liverpool sigur á Chelsea í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag með tveimur síðbúnum mörkum.Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Ekkert markvert gerðist í fyrri hálfleik en eftir að Frank Lampard fékk að líta rauða spjaldið í síðari hálfleik fór Liverpool að sækja. Heimamenn uppskáru með tveimur mörkum undir lok leiksins og í bæði skiptin var Fernando Torres markaskorarinn. Liverpool hafði gert fjögur jafntefli í röð og var lengi vel útlit fyrir að það fimmta myndi líta dagsins ljós nú. Liverpool hefur nú minnkað forystu Manchester United á toppi deildarinnar í tvö stig en síðarnefnda liðið á þó enn leik til góða. Liverpool er þó komið með þriggja stiga forystu á bæði Chelsea og Aston Villa sem eru með bæði með 48 stig eftir leiki helgarinnar. Luiz Felipe Scolari stillti upp óbreyttu liði frá síðasta leik en það voru þrjár breytingar gerðar á byrjunarliði Liverpool. Lucas Leiva, Yossi Benayoun og Ryan Babel voru allir settir á bekkinn en þeir Xabi Alonso, Dirk Kuyt og Albert Riera komu inn. Þá var Robbie Keane ekki í leikmannahópnum eins og sagt var frá fyrr í dag. Fyrri hálfleikur var afar tíðindalítill. Liverpool átti fjögur skot í hálfleiknum og öll að marki en Chelsea eitt sem þar að auki hæfði ekki rammann. En snemma í fyrri hálfleik var Mike Riley dómari í sviðsljósinu. Fyrst braut Steven Gerrard af sér með tæklingu á John Obi Mikel en fékk þó aðeins tiltal fyrir. Frank Lampard, fyrirliði Chelsea, var ekki eins heppinn. Lampard fór í tæklingu á móti Xabi Alonso og mat Riley hana sem hættulega. Lampard hlaut rautt spjald fyrir en ákvörðun hans þótti umdeilanleg svo ekki sé meira sagt. Skömmu síðar átti Alonso skot að marki Chelsea en Alex fleygði sér fyrir skotið og af honum skoppaði boltinn ofan á þaknetið á marki gestanna. Fernando Torres átti svo skot að marki eftir að hafa tekið niður hornspyrnu en í þetta sinn var Mikel vel á verði. Benayoun átti svo tvær marktilraunir með skömmu millibili en Petr Cech varði fyrra skotið og það síðara fór hárfínt yfir slána. En svo kom að því að eitthvað lét undan. Þegar ein og hálf mínúta var eftir gaf Steven Gerrard boltann á Fabio Aurelio á vinstri kantinum. Hann náði fyrirgjöfinni og á sama tíma náði Torres að stinga Alex af og skora með skalla á nærstönginni. Þar með brast stíflan. Torres skoraði síðara markið í uppbótartíma eftir að hafa fylgt eftir skoti Yossi Benayoun sem var varið af varnarmanni. Ashley Cole gerði sig sekan um slæm mistök er hann hleypti Benayoun inn fyrir sig. Torres var svo tekinn af velli eftir síðara markið en það kom þó ekki að sök í þetta skiptið. Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann Sjá meira
Fernando Torres tryggði Liverpool sigur á Chelsea í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag með tveimur síðbúnum mörkum.Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Ekkert markvert gerðist í fyrri hálfleik en eftir að Frank Lampard fékk að líta rauða spjaldið í síðari hálfleik fór Liverpool að sækja. Heimamenn uppskáru með tveimur mörkum undir lok leiksins og í bæði skiptin var Fernando Torres markaskorarinn. Liverpool hafði gert fjögur jafntefli í röð og var lengi vel útlit fyrir að það fimmta myndi líta dagsins ljós nú. Liverpool hefur nú minnkað forystu Manchester United á toppi deildarinnar í tvö stig en síðarnefnda liðið á þó enn leik til góða. Liverpool er þó komið með þriggja stiga forystu á bæði Chelsea og Aston Villa sem eru með bæði með 48 stig eftir leiki helgarinnar. Luiz Felipe Scolari stillti upp óbreyttu liði frá síðasta leik en það voru þrjár breytingar gerðar á byrjunarliði Liverpool. Lucas Leiva, Yossi Benayoun og Ryan Babel voru allir settir á bekkinn en þeir Xabi Alonso, Dirk Kuyt og Albert Riera komu inn. Þá var Robbie Keane ekki í leikmannahópnum eins og sagt var frá fyrr í dag. Fyrri hálfleikur var afar tíðindalítill. Liverpool átti fjögur skot í hálfleiknum og öll að marki en Chelsea eitt sem þar að auki hæfði ekki rammann. En snemma í fyrri hálfleik var Mike Riley dómari í sviðsljósinu. Fyrst braut Steven Gerrard af sér með tæklingu á John Obi Mikel en fékk þó aðeins tiltal fyrir. Frank Lampard, fyrirliði Chelsea, var ekki eins heppinn. Lampard fór í tæklingu á móti Xabi Alonso og mat Riley hana sem hættulega. Lampard hlaut rautt spjald fyrir en ákvörðun hans þótti umdeilanleg svo ekki sé meira sagt. Skömmu síðar átti Alonso skot að marki Chelsea en Alex fleygði sér fyrir skotið og af honum skoppaði boltinn ofan á þaknetið á marki gestanna. Fernando Torres átti svo skot að marki eftir að hafa tekið niður hornspyrnu en í þetta sinn var Mikel vel á verði. Benayoun átti svo tvær marktilraunir með skömmu millibili en Petr Cech varði fyrra skotið og það síðara fór hárfínt yfir slána. En svo kom að því að eitthvað lét undan. Þegar ein og hálf mínúta var eftir gaf Steven Gerrard boltann á Fabio Aurelio á vinstri kantinum. Hann náði fyrirgjöfinni og á sama tíma náði Torres að stinga Alex af og skora með skalla á nærstönginni. Þar með brast stíflan. Torres skoraði síðara markið í uppbótartíma eftir að hafa fylgt eftir skoti Yossi Benayoun sem var varið af varnarmanni. Ashley Cole gerði sig sekan um slæm mistök er hann hleypti Benayoun inn fyrir sig. Torres var svo tekinn af velli eftir síðara markið en það kom þó ekki að sök í þetta skiptið.
Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann Sjá meira