Erlent

Lestarsamgöngur í London hægari nú en 1939

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/PA

Rannsókn á vegum London School of Economics hefur dregið það fram í dagsljósið að það tekur orðið heila eilífð að komast milli staða með lestarkerfi Lundúna.

Til dæmis tekur það nú tveimur mínútum lengur en það tók árið 1939 að komast frá Surbiton til Waterloo eða 19 mínútur. Stjórnandi rannsóknarinnar, Tim Leunig, sagði að það væri stórmerkilegt að þrátt fyrir allar þær tækniframfarir sem orðið hafa í heiminum síðastliðin 70 ár ferðist járnbrautarlestir borgarinnar töluvert hægar en þær gerðu þá.

Hann gagnrýnir Verkamannaflokkinn fyrir þetta og kallar stjórn hans á samgöngumálum hlægilega, einkum með tilliti til þess að um verkamannaflokk sé að ræða, að minnsta kosti að nafninu til, en samt sem áður sé vinnandi fólk mun lengur að komast til vinnu sinnar en það var á styrjaldarárunum.

Stjórnendur lestakerfisins taka sneiðina til sín en benda á að ekkert grín sé að reka lestarsamgöngur í London nú til dags. Farþegafjöldinn hafi til dæmis stóraukist og umferðin sé miklu meiri nú en 1939.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×