Erlent

Ók á vegg eftir langa eftirför

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Grunaður ræningi endaði flótta sinn undan lögreglu á Fjóni í Danmörku með því að aka á vegg. Lögregla sá fyrst til mannsins þar sem hann ók með 150 kílómetra hraða á klukkustund á þjóðvegi skammt frá Óðinsvéum.

Eftir langa eftirför, þar sem ökumaðurinn var margsinnis næstum því búinn að keyra á aðra bíla og út af veginum, ók hann á vegg í bænum Assens og lauk þar með eftirförinni. Eftir að maðurinn var handtekinn kom í ljós að hann er grunaður um að hafa framið þrjú rán í verslunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×