Lífið

Springsteen sakaður um hórdóm

Bandaríska rokkstjarnan Bruce Springsteen í stuði á sviði.
Bandaríska rokkstjarnan Bruce Springsteen í stuði á sviði. Mynd/Getty
Bandaríska rokkstjarnan Bruce Springsteen er sakaður um að halda fram hjá eiginkonu sinni með giftri konu. Það er Arthur Kelly sem heldur því fram að söngvarinn hafi átt í ástarsambandi við eiginkonu sína, Ann, undanfarið ár.

Springsteen hefur verið giftur Patti Scialfa síðan 1991. Saman eiga þau þrjú börn.

Talsmaður söngvarans segir að Springsteen standi við yfirlýsingu sína frá árinu 2006 þegar miklar sögur gengu um meint framhjáhald hans. Þá sagði söngvarinn tryggð og ást þeirra hjóna aukast með degi hverjum.

Ann Kelly neitar að hún hafi haldið fram hjá eiginmanni sínum með Springsteen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.