Innlent

Er skráð með eitt risastórt verkefni

Fyrsta teygjan Iðnaðarráðherra er hæstánægð með áætlun sína um orkuskipti bílaflotans.Fréttablaðið/vilhelm
Fyrsta teygjan Iðnaðarráðherra er hæstánægð með áætlun sína um orkuskipti bílaflotans.Fréttablaðið/vilhelm

„Það var mikið að gera í vikunni en verkefnið var stórt,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Hún fékk fyrstu Athafnateygjuna afhenta við setningu Alþjóðlegu athafnavikunnar á mánudag. Eitt verk er skráð á hana á netsíðunni athafnateygjan.is.

Katrín, sem var heima við að baka fyrir afmæli föður síns í gær án þess að skrá það, sagði í samtali við Fréttablaðið að hún hefði rekið smiðshöggið á áætlun um orkuskipti bílaflotans.

„Planið er tilbúið. Það er margþætt og snýr að því hvernig við getum nýtt ýmsa sjóði til að þrýsta á þróun orkuskipta bílaflotans og stutt við fyrirtæki sem vinna að því. Það er innan við áratugur í þetta,“ segir hún.

Katrín kom teygjunni áfram til Þorsteins Inga Sigfússonar, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar. Hann var erlendis í vikunni.

Yfir átta hundruð framkvæmdir hafa verið skráðar á netsíðu Athafnateygjunnar. Pálmi Másson, bæjarstjóri á Álftanesi, trónir á toppnum með 73 færslur.- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×