Enski boltinn

ITV missti af sigurmarki Everton í gær (myndband)

Áhorfendur ITV misstu af sigurmarki Dan Gosling í gær
Áhorfendur ITV misstu af sigurmarki Dan Gosling í gær NordicPhotos/GettyImages

Mikill fjöldi knattspyrnuáhugamanna hugsa nú sjónvarpsstöðinni ITV þegjandi þörfina eftir að stöðin klúðraði útsendingu frá leik Everton og Liverpool í enska bikarnum í gær.

Sjónvarpsmyndavélar misstu þannig af rauða spjaldinu sem Lucas Leiva hjá Liverpool fékk að líta í leiknum og fullkomnuðu klúðrið með því að skipta í auglýsingar þegar Everton skoraði dramatískt sigurmarkið í leiknum.

Talsmenn ITV hafa beiðið óhressa sjónvarpsáhorfendur afsökunar á því sem þeir kalla "tæknileg mistök" og bera við bilun í útsendingarbúnaði.

Smelltu hér til að sjá það sem áhorfendum ITV var boðið upp á í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×