Sport

West Ham borgar Sheffield 1,6 milljarð vegna Tevez

West Ham hefur náð samkomulagi við Sheffield United um skaðabætur vegna leikmannsins Carlos Tevez. Mun West Ham greiða Sheffield rúmlega 10 milljónir punda eða 1,6 milljarð kr. og er málið þar með úr sögunni.

Málið hefur verið í gangi síðan eftir lok keppnistímabilsins 2006-2007. Tevez var ólöglegur hjá West Ham þar sem leikmaðurinn var á samningi hjá þriðja aðila. Var West Ham sektað af þeim sökum af breska knattspyrnusambandinu.

Sheffield féll úr úrvalsdeilinni á fyrrgreindu tímabili en West Ham hélt sér uppi. Af þeim sökum fór Sheffield í mál við West Ham með þeim rökum að það hafi nær eingöngu verið frammistaða Tevez sem hélt West Ham uppi.

Upphaflega fór Sheffield fram á 45 milljón punda skaðabætur en nú hefur verið samið um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×