Erlent

Sextán létust er þyrla hrapaði í Afganistan

Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Myndin tengist ekki fréttinni beint. Mynd/ Gettyimages
Sextán manns létust þegar þyrla hrapaði í Afganistan í dag, fimm eru særðir. Samkvæmt upplýsingum frá Nato er talið að um slys hafi verið að ræða frekar en árás uppreisnarmanna. Þyrlan var ekki í eigu hersins og því voru óbreyttir borgarar að ferðast með henni.

Þyrlan hrapaði þegar hún var að taka sig á loft í Kandahar. Samkvæmt upplýsingum frá Moskvu var um að ræða þyrlu af gerðinni Mi-8 en þær eru framleiddar í Rússlandi. Slysið er annað þyrluslysið í Afganistan á innan við viku en á þriðjudag hrapaði þyrla óbreyttra borgara með þeim afleiðingum að fimm Úkranir létust og ein afgönsk stúlka.

Samkvæmt flugmálastjórn Rússlands (FATA) var þyrlan í eigu rússneska fyrirtækisins Vertical-T. Ekki er vitað hvers lenskir hinir látnu eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×