Innlent

Gunnar Bragi efstur - Kristni H. hafnað

Gunnar Bragi Sveinsson.
Gunnar Bragi Sveinsson.

Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Skagafirði, varð efstur í póstkosningu flokksins í Norðvesturkjördæmi en atkvæði voru talin í gærkvöldi. Kristinn H. Gunnarsson sem gekk í Framsóknarflokkinn á nýjan leik úr Frjálslynda flokknum varð ekki meðal fimm efstu.

Guðmundur Steingrímsson sem nýverið gekk í Framsóknarflokkinn úr Samfylkingunni stefndi líkt og Gunnar Bragi á fyrsta sætið en lenti í öðru sæti.

Lokastaðan í fimm efstu sætin var eftirfarandi:

1. Gunnar Bragi Sveinsson, 782 atkvæði í 1. sæti

2. Guðmundur Steingrímsson, 635 atkvæði í 1.-2. sæti

3. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, 897 atkvæði í 1.-3. sæti

4. Elín Líndal, 1.135 atkvæði í 1.-4. sæti

5. Halla Signý Kristjánsdóttir, 937 atkvæði í 1.-5. sæti

Atkvæði greiddu 1539, ógildir seðlar voru 34, gildir seðlar 1505.


Tengdar fréttir

Gunnar Bragi efstur - Kristinn H. kemst ekki á blað

Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Skagafirði, er efstur í póstkosningu flokksins í Norðvesturkjördæmi þegar búið er að telja 1250 atkvæði af 1539. Kristinn H. Gunnarsson sem nýverið gekk í Framsóknarflokkinn á nýjan leik úr Frjálslynda flokknum er ekki meðal fimm efstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×