Forstjóri FME: Löngu hættur að hugsa um Hafskipsmálið Breki Logason skrifar 3. apríl 2009 15:26 Gunnar Þ. Andersen nýráðinn forstjóri Fjármálaeftirlitsins rak útibú Cosmos dótturfyrirtækis Hafskipa í New York fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Hann segir aðspurður um aðkomu sína að Hafskipsmálinu að það sé gamalt mál sem hann sé löngu hættur að hugsa um. Honum líkaði þó ekki starfið hjá Hafskipum og sagði upp. „Það samræmdist ekki upplifinu minni af siðferði," segir Gunnar sem var hjá Landsbankanum þegar Björgólfur Guðmundsson keypti bankann. Þá sagði hann líka upp störfum. Nú er Gunnar hinsvegar orðinn forstjóri Fjármálaeftirlitsins sem hann segir mikinn heiður en um leið mikla áskorun. „Ég tel þetta mjög áhugavert starf, annars hefði ég ekki sótt um," segir Gunnar sem telur sig búa yfir mikilli reynslu úr bankaheiminum en hann starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri alþjóða- og fjármálasviðs hjá Landsbankanum. Hann segist einnig búa yfir reynslu í samskiptum við matsfyrirtæki og erlenda banka. Hann segir að hlutverk FME sé meðal annars að endurheimta traust erlendis frá. „Við þurfum að endurreisa kerfið, byggja grunninn og hraða úrvinnslunni." Gunnar segist hafa hitt starfsfólk Fjármálaeftirlitsins og hafi verið mjög imponeraður af starfsfólkinu. Það hafi verið brosmilt og í góðu jafnvægi. „Við vitum hvað við ætlum að gera. Ég er því bjartsýnn á að okkur takist að vinna okkur í gegnum þetta, við verðum hinsvegar í kastljósinu og það verður vel fylgst með okkur." Aðspurður hversvegna hann hafi hætt störfum fyrir Hafskip á sínum tíma segir Gunnar að aðferðir Hafskipsmanna hafi ekki samræmst sinni upplifun af siðferði. Hann hafi hætt vegna svipaðra ástæðna þegar Björgólfur keypti Landsbankann. „Okkur hefur ekki tekist að vinna vel saman," segir Gunnar um samskipti þeirra Björgólfs Guðmundssonar. Aðspurður hvort þeir Björgólfur séu andstæðingar segir Gunnar svo ekki vera. „En ef það koma upp einhver mál sem kynnu að tengjast honum, fjölskyldu hans eða fyrirtækjum með einhverjum hætti, þá fá þau mál sömu meðhöndlun og önnur." Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Gunnar Þ. Andersen nýráðinn forstjóri Fjármálaeftirlitsins rak útibú Cosmos dótturfyrirtækis Hafskipa í New York fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Hann segir aðspurður um aðkomu sína að Hafskipsmálinu að það sé gamalt mál sem hann sé löngu hættur að hugsa um. Honum líkaði þó ekki starfið hjá Hafskipum og sagði upp. „Það samræmdist ekki upplifinu minni af siðferði," segir Gunnar sem var hjá Landsbankanum þegar Björgólfur Guðmundsson keypti bankann. Þá sagði hann líka upp störfum. Nú er Gunnar hinsvegar orðinn forstjóri Fjármálaeftirlitsins sem hann segir mikinn heiður en um leið mikla áskorun. „Ég tel þetta mjög áhugavert starf, annars hefði ég ekki sótt um," segir Gunnar sem telur sig búa yfir mikilli reynslu úr bankaheiminum en hann starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri alþjóða- og fjármálasviðs hjá Landsbankanum. Hann segist einnig búa yfir reynslu í samskiptum við matsfyrirtæki og erlenda banka. Hann segir að hlutverk FME sé meðal annars að endurheimta traust erlendis frá. „Við þurfum að endurreisa kerfið, byggja grunninn og hraða úrvinnslunni." Gunnar segist hafa hitt starfsfólk Fjármálaeftirlitsins og hafi verið mjög imponeraður af starfsfólkinu. Það hafi verið brosmilt og í góðu jafnvægi. „Við vitum hvað við ætlum að gera. Ég er því bjartsýnn á að okkur takist að vinna okkur í gegnum þetta, við verðum hinsvegar í kastljósinu og það verður vel fylgst með okkur." Aðspurður hversvegna hann hafi hætt störfum fyrir Hafskip á sínum tíma segir Gunnar að aðferðir Hafskipsmanna hafi ekki samræmst sinni upplifun af siðferði. Hann hafi hætt vegna svipaðra ástæðna þegar Björgólfur keypti Landsbankann. „Okkur hefur ekki tekist að vinna vel saman," segir Gunnar um samskipti þeirra Björgólfs Guðmundssonar. Aðspurður hvort þeir Björgólfur séu andstæðingar segir Gunnar svo ekki vera. „En ef það koma upp einhver mál sem kynnu að tengjast honum, fjölskyldu hans eða fyrirtækjum með einhverjum hætti, þá fá þau mál sömu meðhöndlun og önnur."
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira